Erlent

Gabriel Garcia Marquez látinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Marquez hafði verið heilsulítill undanfarið.
Marquez hafði verið heilsulítill undanfarið. Vísir/AFP
Kólumbíski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez lést í kvöld, 87 ára að aldri. Þetta fullyrða fréttaveitur á borð við BBC.

Marquez var einn allra þekktasti spænskumælandi rithöfundur heims. Skáldsögur hans Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar njóta enn gríðarlegra vinsælda víða um heim, en sú fyrrnefnda hefur selst í rúmlega 30 milljónum eintaka. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1982.

Marquez hafði verið heilsulítill undanfarið og sjaldan komið fram opinberlega. Hann lést í Mexíkóborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×