Fleiri fréttir

Costco hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum

Forsvarsmenn bandaríska verslunarrisans Costco hafa áhyggjur að því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins, bæði vegna þeirra breytinga sem þær geta haft í för með sér sem og vegna hugsanlegra aðgerða yfirvalda til að stemma í stigu við slíkar breytingar.

Krefja Spotify um 1,6 milljarð dala

Útgáfufyrirtækið Wixen Music Publishing Inc. hefur stefnt streymiþjónustunni Spotify með kröfu upp á 1,6 milljarða dala (núvirði 166 milljarða króna) fyrir það að hafa notast við lög listamanna á borð við Tom Petty, Neil Young og The Doors án leyfis.

Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier

Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna.

Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára

Hinir ríkustu verða enn ríkari. Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust um billjón dali. Stofnandi Amazon græddi mest og er ríkasti maður heims. Mestur er þó samanlagður vöxtur velda kínverskra milljarðamæringa.

Hagkerfi Indlands stærra en Breta og Frakka

CEBR (Centre for Economics and Business Research) spáir því í nýútgefinni skýrslu að hagkerfi Indlands muni verða stærra en hagkerfi Bretlands og Frakklands árið 2018.

ESB rannsakar skattgreiðslur IKEA

Grunur liggur á því að fyrirtækið sænska hafi komist hjá því að greiða einn milljarð evra, tæplega 125 milljarða króna, í tekjuskatt á árunum 2009-2014.

Eignir í sænska höfuðstaðnum hríðfalla í verði

Á síðasta fjórðungi þessa árs hefur verð fasteigna í Stokkhólmi fallið um allt að níu prósent. Ýmsir óttast að verðið muni halda áfram að lækka á nýju ári. Reglubreytingar tæplega fallnar til að bæta stöðuna.

Disney kaupir hlut í Fox á 52 milljarða dollara

Disney mun með kaupunum eignast 39 prósent hlut í Sky og kvikmyndaveri 20th Century Fox. Sjónvarpsstöðvarnar Fox News og Fox Sports standa eftir í eigu Murdochs og munu sameinast undir nýju fyrirtæki.

Facebook breytir skattgreiðslum sínum

Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða út tekjuskatt í gegnum útibú sitt á Írlandi. Nú er von á breytingum og taka þær endanlega gildi árið 2019.

Borgaryfirvöld í London hafna endurnýjun á starfsleyfi Uber

Í ákvörðuninni segir að aðferðum fyrirtækisins við að tilkynna glæpi sé ábótavant og að bakgrunnur bílstjóra þess sé illa kannaður. Málið verður tekið fyrir á mánudaginn en búist er við að aðalmeðferð fari fram á næsta ári.

Fer Disney í samkeppni við Netflix?

Disney undirbýr nú tilboð í 21st Century Fox upp á 60 milljarð dala. Talið er að fyrirtækið ætli í samkeppni við streymiþjónustufyrirtækið Netflix.

Winklevoss tvíburarnir stórgræða á bitcoin

Tyler og Cameron Winklevoss, bræðurnir sem stefndu Mark Zuckerberg, fjárfestu á sínum tíma í bitcoin. Hlutur þeirra er talinn vera um 104 milljarðar króna í dag en gengi bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár.

Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga

Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélag heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt.

Bitcoin tekur skarpa dýfu

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga.

Sjá næstu 50 fréttir