Fleiri fréttir

Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn

Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala.

Vegan ekki nóg fyrir Vínyl

Kaffihúsið Vínyl á Hverfisgötu, sem um árabil var eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem var alfarið vegan, hefur boðað stefnubreytingu með vorinu.

Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar

Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp.

Eignirnar þrefalt meiri en viðmið

Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar.

Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu

Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar.

Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé

Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið.

Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar

Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur.

Jóhanna Fjóla skipuð til eins árs í þriðja skipti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til eins árs. Jóhanna hefur gegnt starfinu frá 1. febrúar 2017.

Icelandair kærir uppbyggingu hótels

Hótelkeðja Icelandair hefur kært ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar um samþykkt á deiliskipulagi sem felur í sér uppbyggingu hótels í næsta nágrenni hótels Icelandair.

Íslandsvinurinn lætur gott heita

Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit, sem er Íslendingum góðkunnur, lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Hann hefur á ríflega fjörutíu ára ferli aðstoðað stjórnvöld í skuldugum ríkjum í glímunni við vogunarsjóði.

Ég var ekki lengur rétti forstjórinn

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Creditinfo, vék úr starfi forstjóra eftir 20 ár og réð Ítalann Stefano M. Stoppani árið 2017. Neistinn var farinn. Við það fékk fyrirtækið tækifæri til að endurnýja sig.

Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum

Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar.

Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð

Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess.

Sameiningin auki virði Haga um tíu prósent

Greinendur Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 60,6 krónur á hlut í nýju verðmati eða allt að 38 prósent hærra en markaðsgengi bréfanna eins og það var eftir lokun markaða í gær.

Veik króna refsaði IKEA á metsöluári

Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA á Íslandi verulega saman milli ára. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að þessa mótsögn megi nær alfarið að skrifa á sviptingar í gengi krónunnar.

Bud Light á leið í vínbúðirnar

Íslendingar munu geta gætt sér á vinsælasta bjórnum vestanhafs, hinum bandaríska Bud Light, frá og með 1. mars næstkomandi.

Ugla í auglýsingarnar

Ugla Hauksdóttir leikstjóri er gengin til liðs við framleiðslufyrirtækið SNARK sem sérhæfir sig í auglýsingaframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SNARK.

Laun á Íslandi hækkað mikið í evrum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017

Skordýr fundust í döðlum frá Sólgæti

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Sólgæti döðlur vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni.

Bein útsending: Frá hugmynd til sýndarheimsyfirráða

Hilmar Veigar Pétursson, frumkvöðull og stofnandi CCP, fjallar um mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag í hádegiserindi í fundaröðinni Nýsköpun - hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu í dag klukkan 12.

Sjá næstu 50 fréttir