Fleiri fréttir

Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins.

Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt

Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað.

Varar við „fölskum orðrómum“

Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW Air, fullvissar starfsmenn flugfélagsins um það að viðræður við fjárfestingafélagið Indigo Partners gangi vel.

WOW air óskar eftir greiðslufresti

Stjórnendur WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum, samkvæmt heimildum Túrista, en vefurinn greindi fyrst frá málinu.

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Pálmi Haraldsson er orðinn stærsti einkafjárfestir í hlutahafahópi Icelandair. Hlutur hans metinn á 423 milljónir króna. Þórunn Reynisdóttir býður sig fram í stjórn flugfélagsins og hefur stuðning Pálma. Aðalfundur er 8. mars.

Er­lendir bankar með þriðjung út­lána út­flutnings­fyrir­tækja

Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný.

Íslendingar varist leyfislausa Eista

Erlent fjármálafyrirtæki hefur sett sig í samband við íslenska fjárfesta að undanförnum og boðið þeim að stunda viðskipti, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.

Magnús Óli áfram formaður FA

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær.

Hreiðari og Magnúsi ekki gerð refsing

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í Landsrétti í gær fundnir sekir um fjárdrátt og hlutdeild í fjárdrætti í Marple-málinu svokallaða.

Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn

Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala.

Vegan ekki nóg fyrir Vínyl

Kaffihúsið Vínyl á Hverfisgötu, sem um árabil var eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem var alfarið vegan, hefur boðað stefnubreytingu með vorinu.

Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar

Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp.

Eignirnar þrefalt meiri en viðmið

Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar.

Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu

Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar.

Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé

Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið.

Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar

Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur.

Sjá næstu 50 fréttir