Fleiri fréttir

Heimili landsins áfram mun meira í óverðtryggðum húsnæðislánum

Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur.

Seldu skuldabréf fyrir 36 milljarða

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur tryggt sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala, jafnvirði ríflega 36 milljarða króna, með sölu á skuldabréfum til fjárfesta.

Björgólfur leiðir fjárfestahópinn

Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group tekur þátt í kaupum í ríkisflugfélaginu á Grænhöfðaeyjum. Baldvin Þorsteinsson og Steingrímur Halldór Pétursson eru einnig í fjárfestahópnum.

Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna

Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt.

Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum

Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum

Fullkomin óvissa og lagerinn lítill

Framtíð verslana Toys R'Us hér á landi er enn í óvissu. Þetta segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri á Smáratorgi.

Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður

Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware.

Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní

Smærri hluthafar í Högum ætla að setja fram tillögu um margfeldiskosningu til stjórnar Haga á aðalfundi félagsins sem fer fram í júní. Í slíkri kosningu er kosið beint milli einstaklinga.

Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk

Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum.

Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air

WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga.

Umhverfisvitund getur reynst arðbær

Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki.

Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfina

Við bjóðum ykkur að hrekja ásak­anir okk­ar, og ef þið getið það ekki, þá virð­ist það liggja fyrir að í þessu til­tekna til­viki borgi glæpir sig á Íslandi, skrifa Karen Millen og Kevin Stanford.

Hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum

Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007.

Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips

Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Eimskips. Vilhelm sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs Íslandsbanka hefur störf 24. Janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip.

Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels

Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin.

Félag í eigu Andra bætir við sig í VÍS

Eignarhaldsfélagið Eitt hótel, sem er í jafnri eigu Andra Gunnarssonar og Fannars Ólafssonar, en þeir eru á meðal hluthafa í fjárfestingarfélaginu Óskabeini, einum stærsta einkafjárfestinum í VÍS, hefur á síðustu vikum verið að bæta við hlut sinn í tryggingafélaginu.

Sjá næstu 50 fréttir