Fleiri fréttir

Opnuðum Snaps á góðum tíma

Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum.

Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði

Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri.

Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi

Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Átök í Högum

Samherji er skráður fyrir 5,1 prósents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar.

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn

Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin

Don Cano snúið aftur

Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi.

Eigendur aflandskróna fá að skipta þeim í gjaldeyri og flytja hann út

Eigendur svokallaðra aflandskróna sem hafa verið fastir inni í fjármagnshöftum munu geta losað krónueignir sínar og selt þær fyrir gjaldeyri samkvæmt nýju frumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Krónueignir sem lagabreytingin nær til nema allt að 84 milljörðum króna.

Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins

Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar.

Sigurði gert að greiða 137 milljóna sekt

Sigurður Ragnar Kristinsson var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf.

Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox

Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni.

Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði

Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara.

Binda mun meira fé en erlendir bankar

Arðsemi íslensku bankanna er af þeim sökum minni en sambærilegra banka á hinum Norðurlöndunum. Hérlendis eru gerðar ríkari kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu en annars staðar í Evrópu.

Segir banka á eftir sér og Björk

Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir einstaklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós.

60 prósent verðmunur á bókum milli verslana

Verulegur verðmunur á metsölubókum fyrir jólin milli verslana í ár. Munurinn aukist frá því í fyrra. Neytendur geta sparað þúsundir króna á að kaupa bækur í Bónus og fylgjast með tilboðum. Penninn/Eymundsson með hæsta verðið.

Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár

Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum.

Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir

Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður.

Eyrir keypti níu prósent í sjálfu sér

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, stærsti einstaki hluthafi Marels, keypti í síðustu viku tæplega níu prósenta hlut af Landsbankanum í sjálfu sér. Kaupverðið nam um 3,8 milljörðum króna.

Vænta 25 milljarða króna innspýtingar

Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna.

Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag

Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti.

Sjá næstu 50 fréttir