Fleiri fréttir

Vænta 25 milljarða króna innspýtingar

Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna.

Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag

Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti.

Bláa lónið verðlagt á 50 milljarða króna 

Samkomulag um kaup á 20 prósenta óbeinum hlut sjóðs í meirihlutaeigu lífeyrissjóða í Bláa lóninu verðmetur fyirtækið á um 50 milljarða. Meirihluti hluthafa sagður ætla að nýta sér kauprétt og vera áfram óbeinir eigendur að Bláa lóninu.

Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina

Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum.

Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts

Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum.

Sýn tekur dýfu í Kauphöllinni

Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Sýn hafa lækkað sem nemur 6,18 prósentustigum í 77 milljóna króna viðskiptum frá því markaðir opnuðu í morgun.

Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar

Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019.

Víkur úr stjórn Símans vegna ákæru

Birgir S. Bjarnason, stjórnarmaður í Símanum hefur tilkynnt stjórn Símans að hann hafi óskað eftir því að víkja úr stjórn Símans og Mílu.

Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla.

Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti

Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a

Í fótspor íslenskra hellisbúa

Laugarvatnshellir er manngerður hellir við Laugarvatn og fyrir hund­rað árum bjó þar fólk í nokkur ár. Ferðaþjónustufyrirtæki endurbyggði vistarverurnar og segir sögu þeirra í upplifunarferð.

Gengisveiking áfram inni í myndinni

Aðstæður í hagkerfinu munu áfram þrýsta á um frekari gengisveikingu krónunnar þótt óvissu um framtíð WOW air verði eytt. Hagfræðingur segir kjaraviðræður stóran þátt í gjaldeyrismarkaðinum.

Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair

Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós.

Vonar að allt fari vel hjá WOW

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air.

Skúli fundaði með samgönguráðherra

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag.

WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu

Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði.

Sjóður GAMMA dróst saman um 3,5 prósent

Eignir fjárfestingarsjóðsins GAMMA: Credit Fund drógust saman um 3,5 prósent í gær en sjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air sem lauk um miðjan september ásamt GAMMA: Total Return Fund.

Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air

Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Iceland­air hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air.

Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna.

Samruni Haga og Olís samþykktur

Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann.

Sjá næstu 50 fréttir