Fleiri fréttir

Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa

Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu.

Ekki allur vindur úr Biokraft í Þykkvabæ þökk sé varahlutum af Ebay

Önnur vindmylla fyrirtækisins Biokraft í Þykkvabæ er byrjuð að framleiða rafmagn á ný eftir að hafa verið biluð í tvo mánuði. Eigandi fyrirtækisins kom vindmyllunni sjálfur í gagnið með varahlutum af Ebay. Hann setur jafnframt spurningamerki við gagnrýni íbúa í nágrenninu sem segja stafa hljóðmengun af vindmyllunum.

Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja

Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air.

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn

Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði.

Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir

Hollenskt fyrirtæki í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans hefur keypt fjártæknifyrirtækið Libra sem er leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Stofnuðu Five Degrees eftir fjármálahrunið og keyptu tölvukerfi Landsbankans í Lúxemborg af þrotabúinu. Kauphöllin seldi Libra árið 2009 til starfsfólks og fjárfesta.

Viðsnúningur í rekstri Auðar I

Framtakssjóðurinn Auður I, sem er í rekstri Kviku, hagnaðist um 166 milljónir króna árið 2017 samanborið við 103 milljóna króna tap árið áður.

Ríkið verði af tveimur milljörðum á ári

Samtök ferðaþjónustunnar áætla að ríkið verði af tveimur milljörðum króna á meðan Airbnb og sambærilegum leigusíðum er ekki gert að innheimta gistináttaskatt. Taka átti á málinu fyrir ári en það er enn í skoðun. Kerfið míglekur, segir stjórnarformaður Gray Line.

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun.

Verðhækkanir framundan hjá IKEA

Eftir þrjár verðlækkanir á síðasta rekstrarári sér IKEA á Íslandi fram á að þurfa að hækka vöruverð á næstunni.

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum að raunvirði en á Íslandi í fyrra, að því er fram kemur í nýlegri úttekt greiningarfyrirtækisins Global Property Guide.

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins.

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Viðskipti Fjárfestingarfélagið Miðeind, sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar, hagnaðist um 15 milljónir króna í fyrra.

Fallast ekki á tillögur Haga

Samkeppniseftirlitið fellst ekki á þær tillögur sem Hagar lögðu fram til að liðka fyrir samruna samsteypunnar við Olíuverzlun Íslands og DGV.

Ekkert opinbert eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða

Drög að reglugerð um eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða hafa safnað ryki í ráðuneyti í tæp sex ár. Erlendar systurstofnanir Neytendastofu hafa furðað sig á því að ekkert eftirlit sé hérlendis.

Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent

Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær.

Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun

Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu.

Landsréttur hafnar beiðni Valitor

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað.

Nasdaq hættir að birta hluthafalista

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Laun hækkað talsvert umfram tekjur

Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar.

Emmessís flytur inn danskan skyrís

Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmesís hóf innflutning á dönskum skyrís.

Sjá næstu 50 fréttir