Fleiri fréttir

Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur

Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum.

Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi

Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Eigið fé Túnfljóts neikvætt um 114 milljónir

Eigið fé Túnfljóts, fjárfestingarfélags Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem haldið hefur á hlutum í leigufélaginu Heimavöllum, var með neikvætt fé upp á 114 milljónir króna við árslok.

Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa

Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina

Sala á bönkunum mun taka tíu ár

Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár.

Hagnaður World Class dróst saman um þriðjung

Hagnaður Lauga ehf., sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class, nam 193 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 32 prósent frá fyrra ári þegar hann var 282 milljónir.

Bankar látnir bera hluta kostnaðarins

Bankarnir þurfa samkvæmt nýjum reglum að bera stærri hluta kostnaðarins við að halda úti stórum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn telur áhrif reglnanna á tekjur bankanna fremur lítil. Bankarnir segja breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir bankakerfið

Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent

Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017.

Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir

Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir.

Kallar á frekari uppstokkun

Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun.

Dregur úr árshækkun launa

Launavísitalan hækkaði um 2,3% milli apríl og maí, en hefur þrátt fyrir það lækkað nokkuð á ársgrundvelli.

Opnar eftir langan undirbúning

Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast.

„Síminn hefur ekki stoppað“

Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land.

Bankinn býður ekki í lax í ár

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða vildarviðskiptavinum sínum ekki í laxveiði í sumar eins og tíðkast hefur undanfarin ár.

Innreið Costco breytir ekki stöðu Haga

Samkeppniseftirlitið telur ekki að innkoma Costco á innlendan dagvörumarkað hafi breytt stöðu Haga á markaðinum í grundvallaratriðum. Hagar telja "alls ekki rök fyrir umfangsmeiri ráðstöfun eigna“ en lagt er til í sáttatillögum félagsins vegna kaupa þess á Olís.

Eigið fé Kristins er 21,5 milljarðar króna

Hagnaður fjárfestingarfélagsins Kristins, sem er í eigu Guðbjargar Matthías­dóttur og fjölskyldu, jókst um 18 prósent á milli ára og var 749 milljónir króna í fyrra.

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.

Katrín Olga í stjórn Travelade

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hefur verið kjörin í stjórn sprotafyrirtækisins Travelade.

Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu

Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið.

Olíusjóðurinn keypti fyrir um 500 milljónir

Norski olíusjóðurinn á um 0,3 prósenta hlut í Arion. Nærri 20 nýir erlendir sjóðir bættust við hluthafahópinn í nýafstöðnu útboði. Flestir keyptu á bilinu 0,5 til 1 prósents hlut, meðal annars sænska eignastýringarfyrirtækið Lannebo Fonder.

Sjá næstu 50 fréttir