Fleiri fréttir

Nasdaq hættir að birta hluthafalista

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Laun hækkað talsvert umfram tekjur

Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar.

Emmessís flytur inn danskan skyrís

Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmesís hóf innflutning á dönskum skyrís.

Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra.

Hafa fengið að útvíkka starfsemi sína

Stórar matvörukeðjur á Norðurlöndunum hafa fengið samþykki samkeppnisyfirvalda til þess að útvíkka starfsemi sína. Keðjurnar einskorða sig ekki við rekstur hefðbundinna matvöruverslana. Greinendur Landsbankans telja að í því ljósi séu kaup Haga á Olís rökrétt.

Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður

Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding.

Heimkaup borgi 200 þúsund

Neytendastofa hefur gert Wedo ehf., rekstraraðila Heimkaupa, 200 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa vörur sínar „Tax Free“ án þess að tilgreina raunverulegan prósentuafslátt.

Tímamótarannsókn gefur tilefni til bjartsýni

Sáraroð íslenska lækningavöruframleiðandans Kerecis á Ísafirði reyndist mun betur en sú vara sem nú er helst notuð við meðferð á illvígum sárum. Tekjur fyrirtækisins fjórfölduðust milli ára.

Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur

Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum.

Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi

Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Eigið fé Túnfljóts neikvætt um 114 milljónir

Eigið fé Túnfljóts, fjárfestingarfélags Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem haldið hefur á hlutum í leigufélaginu Heimavöllum, var með neikvætt fé upp á 114 milljónir króna við árslok.

Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa

Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina

Sala á bönkunum mun taka tíu ár

Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans. Skaðaði viðskiptasamband bankans. Á von á því að meirihluti í Valitor verði brátt settur í opið söluferli. Sala á bönkunum er vegferð sem mun taka tíu ár.

Hagnaður World Class dróst saman um þriðjung

Hagnaður Lauga ehf., sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class, nam 193 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 32 prósent frá fyrra ári þegar hann var 282 milljónir.

Bankar látnir bera hluta kostnaðarins

Bankarnir þurfa samkvæmt nýjum reglum að bera stærri hluta kostnaðarins við að halda úti stórum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn telur áhrif reglnanna á tekjur bankanna fremur lítil. Bankarnir segja breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir bankakerfið

Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent

Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017.

Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir

Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir.

Kallar á frekari uppstokkun

Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun.

Sjá næstu 50 fréttir