Fleiri fréttir

Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt

Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður.

Skila sér hraðar í aukinni verðbólgu

Nefnd um ramma peningastefnunnar segir að vegna mæliaðferðar Hagstofunnar hafi snögg verðhækkun á húsnæði leitt til skammtímasveiflna í verðbólgu. Sveiflur á húsnæðisverði skili sér hraðar út í húsnæðisliðinn en sams konar sveiflur í Kanada og Svíþjóð.

Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA

Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA.

RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli

Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum.

Kvika banki að kaupa GAMMA

Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka.

Sáttaviðræðurnar fóru út um þúfur

Sáttaviðræður Gamla Byrs og Íslandsbanka fóru út um þúfur. Of mikið ber á milli og telur stjórn Gamla Byrs "óraunsætt“ eins og sakir standa að deilendur nái sáttum. Stjórnin sakar bankann um að reyna að „þreyta“ kröfuhafa Byr

Georg keypti íbúðir metnar á þrjá milljarða

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið.

Afkoma álversins í Straumsvík batnar

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum

Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir.

Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði

Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM.

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Störfum fjölgar mest í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, eða um 1.600 störf. Samtök iðnaðarins segja íbúðafjárfestingu loks vera farna að taka við sér. Fjárfesting í íbúðabyggingum vex langtum meira en fjárfesting atvinnuvega og fjárfesting hins opinbera.

Refsing eiganda Buy.is milduð

Refsing Friðjóns Björgvins Gunnarssonar, sem var eigandi Buy.is, var milduð um tólf mánuði og tæpar fimmtíu milljónir í Landsrétti fyrir helgi.

Google fagnar 17. júní

Bandaríski tæknirisinn Google fagnar deginum í dag, Þjóðhátíðardegi Íslands, með því að birta íslenska fánann í hinu svokallaða Google-kroti,

Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands

Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug.

Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum

Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi.

Eftirlit með bönkum verði á einni hendi

Starfshópur leggur til að ábyrgð á eftirliti með bönkum verði sameinað hjá Fjármálaeftirlitinu. Ekki sé skynsamlegt að eftirlit með lausu fé hjá bönkum sé á hendi Seðlabanka Íslands á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar.

Ruglaðri ferill ef vaxtaferillinn er birtur

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peningastefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar.

Hagnaður Iceland Travel dregst saman um 35%

Hagnaður Iceland Travel, ferðaþjónustufyrirtækis í eigu Icelandair Group, dróst saman um 35 prósent og nam 335 þúsund evrum, jafnvirði 42 milljóna króna, á árinu 2017.

Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna

Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Virði Basko lækkaði um 690 milljónir

Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins.

Ferðaþjónustan kaus að stytta sér leið

Ragnar Gunnarsson auglýsingamaður segir að ferðaþjónustan hafi ekki sinnt uppbyggingu vörumerkja í uppsveiflunni heldur stytti sér leið og nýtti milliliði til að selja þjónustuna.

B5 hagnast um 41 milljón króna

Hagnaður skemmtistaðarins B5 við Bankastræti dróst saman um fjórðung á milli ára og nam 41 milljón króna árið 2017.

Heilbrigt að fleiri komi að borðinu

Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir það ekki endilega til bóta að aðeins ein stofnun komi að því að greina kerfisáhættu á fjármálamörkuðum. Það sé heilbrigt að fleiri stofnanir "komi að borðinu“.

Sjá næstu 50 fréttir