Fleiri fréttir

Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu.

Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman

Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota.

Átta hafa dregið uppsögn sína til baka

Átta þjónustufulltrúar hjá Hörpu hafa dregið uppsagnir sínar til baka eftir að stjórn Hörpu ohf. kynnti ákvörðun sína um að tímakaup þeirra muni taka mið af samningum sem voru í gildi á síðasta ári.

Alþjóðaflugvelli 30 km nær Reykjavík fylgir mikill ábati

Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra.

Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga

Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans.

Ari nýr markaðsstjóri Kynnisferða

Ari Steinarsson hefur ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða en hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu.

Davíð nýr í stjórn Haga

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor, var kjörinn nýr í stjórn Haga á aðalfundi félagsins í gær.

Veik rök fyrir innflæðishöftum

Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum.

Björn Markús til Origo

Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í miðlægum lausnum hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Verð á þotueldsneyti hefur hækkað um 50 prósent á einu ári. Hærra olíuverð gæti þýtt hærra flugmiðaverð sem gæti dregið úr fjölda ferðamanna. Greinandi segir að hækkanir á eldsneytisverði hafi gert það enn mikilvægara fyrir rekstur flugfélaga að fargjöld hækki.

Tveir aðstoðarbankastjórar og ábyrgð Seðlabankans aukist

Lagt er til að húsnæðisverð verði undanskilið í verðlagsvísitölu í nýjum tillögum starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar. Fjármálastöðugleiki hafi forgang yfir verðstöðugleika ef fjármálastöðugleika er ógnað.

Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.

Bátasmiðjan Rafnar hættir rekstri á Íslandi

Öllu starfsfólki Rafnars hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið flytur til útlanda. Framkvæmdastjóri Rafnars segir erfitt að standa í rekstrinum hér á landi og glíma við íslensku krónuna. Markaður fyrirtækisins sé erlendis

EasyJet fjárfestir í Dohop

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna.

Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi

Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009.

Tafir Airbus setja strik í reikninginn hjá Primera Air

Primera Air hefur sett áætlanir sínar um flug frá Birmingham til New York og Toronto á ís frá og með 21. júní næstkomandi. Ástæðan eru tafir á afhendingu á nýjum Airbus-flugvélum frá framleiðandanum.

Sunnubúð verður tíunda Krambúðin

Mikill heiður að fá að taka við keflinu og skrifa næsta kafla í rótgróinni verslunarsögu hverfisins, segir framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Fjárfesta í Meniga fyrir 380 milljónir

Ítalski bankinn Unicredit hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga fyrir 3.1 milljónir evra, eða sem nemur 382 milljónum króna.

Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum

Framkvæmdastjóri SI lítur yfirlýsingu norrænna ráðherra um að Norðurlöndin eigi að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi jákvæðum augum. Formaður Sjálfsbjargar vill fá á hreint hver útgangspunktur vinnunnar eigi að vera.

Sjá næstu 50 fréttir