Fleiri fréttir

Laun og íbúðaverð í takt í mars

Þessi nýja mæling er sögð enn ein vísbendingin um að verðþróun á íbúðamarkaði sé nú í meira samræmi við launaþróun landsmanna en fyrir ári síðan.

RÚV semur um lægri vexti

Ríkisútvarpið og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafa samið um skilmálabreytingu á skuldabréfum sem gefin voru út í október árið 2000.

„Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“

Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma.

Íslendingar þéna mest á Airbnb

Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.

„Eitthvað fyrir alla“ á nýjum BrewDog-bar við Frakkastíg

Hópur reyndra manna úr íslenska veitingageiranum stendur að opnun bars og veitingastaðar undir merkjum BrewDog á næstu mánuðum. Staðurinn verður á tveimur hæðum, í kjallara og jarðhæð nýbyggingar að Frakkastíg 8a í miðbæ Reykjavíkur.

Tekjutap í breyttu umhverfi

Mennta- og menningarmálaráðherra horfir til Norðurlandanna og Bretlands vegna breytinga á starfsumhverfi fjölmiðla. Dönsk stjórnvöld hafa kynnt tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla.

Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu

Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist.

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim.

Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum

Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði.

Storebrand hefur innreið hér á landi

Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaða markaðssetningu á verðbréfasjóðum sínum. Forstjóri eignastýringarhluta Storebrand er viss um að áhersla fyrirtækisins á sjálfbærar fjárfestingar muni vekja áhuga meðal íslenskra fjárfesta.

Ríkið bíður enn eftir milljarða greiðslu Byrs

Gamli Byr getur ekki greitt stöðugleikaframlag vegna deilu við Íslandsbanka. Byr sakar bankann um að hafa veitt rangar upplýsingar vegna kröfu um sjö milljarða skaðabætur. Skrifaði stjórn bankans bréf vegna vinnubragða í málinu.

Bakslag komið í samruna N1 og Festar

Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún.

Kaffitár sett í formlegt söluferli

Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli.

Hagnaður Brimborgar dróst saman

Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 260 milljónum króna á síðasta ári og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári þegar hann var 718 milljónir króna.

Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað

Möguleg yfirtaka móðurfélags British Airways á lággjaldaflugfélaginu Norwegian gæti dregið úr samkeppni í flugi yfir Atlantshafið og leitt til hærri fargjalda. Fjárfestar og greinendur vænta þess að afkoma Icelandair batni ef Norwegian verður hluti af stærri samstæðu. Greinandi í hagfræðideild Landsbankans segir evrópsk flugfélög of mörg. Búast megi við sameiningum og yfirtökum á næstunni.

Hefja hvalveiðar á ný

Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar.

Best að selja í október

Október er sá mánuður þar sem flest fasteignaviðskipti ganga í gegn, samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

Reykjavíkurborg býður út lóðir

Einstaklingar munu geta boðið í lóðir fyrir alls 32 einbýlishús, 20 íbúðir í tvíbýlishúsum og fjölda lóða undir raðhús. Tekið verður við tilboðum til hádegis 4. maí.

Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði

Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu.

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918.

Sjá næstu 50 fréttir