Fleiri fréttir

Bakslag komið í samruna N1 og Festar

Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún.

Kaffitár sett í formlegt söluferli

Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli.

Hagnaður Brimborgar dróst saman

Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 260 milljónum króna á síðasta ári og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári þegar hann var 718 milljónir króna.

Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað

Möguleg yfirtaka móðurfélags British Airways á lággjaldaflugfélaginu Norwegian gæti dregið úr samkeppni í flugi yfir Atlantshafið og leitt til hærri fargjalda. Fjárfestar og greinendur vænta þess að afkoma Icelandair batni ef Norwegian verður hluti af stærri samstæðu. Greinandi í hagfræðideild Landsbankans segir evrópsk flugfélög of mörg. Búast megi við sameiningum og yfirtökum á næstunni.

Hefja hvalveiðar á ný

Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar.

Best að selja í október

Október er sá mánuður þar sem flest fasteignaviðskipti ganga í gegn, samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

Reykjavíkurborg býður út lóðir

Einstaklingar munu geta boðið í lóðir fyrir alls 32 einbýlishús, 20 íbúðir í tvíbýlishúsum og fjölda lóða undir raðhús. Tekið verður við tilboðum til hádegis 4. maí.

Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði

Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu.

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918.

BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi

Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins.

Nýtt 72 herbergja hótel kom með skipi til landsins

Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría.

Tollar á pítsur falla niður

Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi.

Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi

Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast.

Brugga fyrsta tómatbjórinn

"Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármannm garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima.

Með rúmlega tvær milljónir á mánuði

Stefnir borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins og voru laun starfsmanna að meðaltali um 2.083 þúsund á mánuði í fyrra. Launin hækkuðu hins vegar mest á milli ára hjá GAMMA, eða að meðaltali um nærri 330 krónur á mánuði.

Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“

Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans.

Mesti vöxturinn er í Airbnb

Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum.

Aukning sem „á sér ekki hliðstæðu“

Lítið má út af bregða til að afgangur af rekstri ríkissjóðs breytist í halla. Hagfræðingur Kviku segir að vegna minni aðhalds í ríkisfjármálum komi mögulega fram þensluáhrif á næsta ári.

Seðlabankinn greiddi 800 milljónir vegna útboða

Seðlabanki Íslands greiddi á síðasta ári ríflega 793 milljónir króna í gjöld vegna gjaldeyrisútboða sem tengdust aflandskrónuútboði bankans, að því er fram kemur í ársreikningi bankans.

Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum

Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna.

Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung

Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári.

Vörumerkið geti náð fótfestu um allan heim

Framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding segir mikil sóknarfæri fyrir framleiðendur í að nýta sér Icelandic-vörumerkið til að sækja á erlenda markaði. Vel fari á því að þjóðin eignist vörumerkið. Hún vill útvíkka notkun merkisins.

Brynjólfur til Íslandssjóða

Brynjólfur Stefánsson, sem starfaði um árabil hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley, hefur verið ráðinn til Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sem sjóðstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir