Fleiri fréttir

Mikil fjárfesting en engin undanþága

Samkeppniseftirlitið hefur ekki veitt fyrirhuguðu samstarfi skipafélaganna Eimskips og Royal Arctic Line undanþágu. Engu að síður hafa félögin látið smíða skip sem eiga að verða grundvöllur samstarfsins. Upplýsingafulltrúi segir smíði skipanna óháða niðurstöðunni

Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi

Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig.

Tómas aftur til WOW

Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air.

Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi

Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur.

Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum

Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn fjárfestingafélagsins Dalsins til héraðssaksóknara fyrir meint fjársvik, fjárkúgun og ýmis skjalabrot. Segir þá hafa beitt blekkingum og ólögmætum þvingunum til að eignast Birting.

DILL heldur Michelin-stjörnunni

Nýr yfirkokkur staðarins, Kári Þorsteinsson, tók við staðfestingu á að staðurinn heldur stjörnunni við athöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar síðdegis í dag.

VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn.

N4 óskar aukins hlutafjár

Stjórn fjölmiðlafyrirtækisins N4 hefur gefið heimild til að leita að auknu hlutafé inn í fyrirtækið.

Stefnir í formannsslag hjá SAF

Þórir Garðarsson hjá Gray Line ætlar fram og þá íhugar Bjarnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Kötlu Travel, alvarlega framboð.

Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni

Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met.

Landsbankinn hagnast um 19,8 milljarða

Þá var arðsemi eiginfjár Landsbankans 8,2 prósent árið 2017 en 6,6 prósent 2016. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 1,6 milljarða króna milli ára og námu 36,3 milljörðum króna árið 2017.

Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag.

Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka

Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna.

Hið opinbera keppi ekki við leigufélög

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að leigufélög hafi skapað stöðugleika á markaði. Stjórnvöld ættu ekki að keppa við þau í krafti fjármuna skattgreiðenda. Margvíslegar aðrar leiðir séu færar fyrir stjórnvöld.

Telur arðgreiðslu ekki í samræmi við stefnuna

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, telur að tillaga stjórnar bankans um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu sé ekki í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa og vandaða stjórnarhætti.

Selja rúm fimm prósent í Arion banka

Kaupendur er fjöldi sjóða í rekstri fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja og tveir af erlendum hluthöfum bankans, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) og Goldman Sachs.

Fanney Birna með eins prósents hlut

Fanney Birna Jónsdóttir, sem var ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans í síðasta mánuði, hefur eignast tæplega eins prósents hlut í fjölmiðlinum.

Segja botninum náð hjá Högum

Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati.

Eignast rekstur Sports Direct á Íslandi

Íþróttavörukeðja breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley hefur eignast verslun Sports Direct á Íslandi að fullu. Sættir hafa náðst á milli hans og fjölskyldu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar sem átti áður 60 prósenta hlut í versluninni.

Sjá næstu 50 fréttir