Fleiri fréttir

Gylfi Þór veitti föður sínum ekki umboð til þess að kaupa fiskiskip

Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna.

Vilja endurvekja viðræðurnar

Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars.

Skoða að greiða bréf í Kviku í arð til hluthafa

Stjórn VÍS skoðar að minnka hlut sinn verulega í Kviku með því að ráðstafa bréfum félagsins í arð til hluthafa. VÍS er stærsti hluthafi bankans með 23,6 prósenta hlut. Þyrfti ekki að binda jafn mikið eigið fé vegna fjárfestingarin

Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors

Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins

Lagt til að Jón fái 1,4 milljóna króna greiðslu

Stjórn N1 leggur til við aðalfund félagsins, sem fram fer í næsta mánuði, að stjórnarmaðurinn Jón Sigurðsson fái ríflega 1,4 milljóna króna greiðslu fyrir störf sín sem formaður fjárfestingaráðs N1 á síðasta ári.

Lofa að tilkynna óhöppin framvegis

Umhverfismál Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax viðurkenna að það hafi verið mistök að tilkynna Umhverfisstofnun ekki um tvö óhöpp sem urðu á búnaði fyrirtækisins í síðustu viku. Þeir segjast munu sjá til þess að það verði gert í framtíðinni.

Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs

Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins.

Vilja rífa húsið á Kirkjusandi

Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand.

Telja kauptækifæri í Icelandair

Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu.

Höskuldur með 71 milljón í laun

Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, námu alls 71,2 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um 5,9 milljónir, eða ríflega níu prósent, á milli ára, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi bankans.

Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði

Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs.

Hertar kröfur stuðla að samþjöppun

Hagfræðingur við LSE segir að hátt eiginfjárhlutfall banka geti aldrei komið í veg fyrir að þeir fari í þrot. Strangar eiginfjárkröfur stuðli að samþjöppun. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins sér skýrar ástæður fyrir því

Skoða vindorku í landi Hóla

Drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá voru rædd á síðasta fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.

Kostur tekinn til gjald­þrota­skipta

Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku.

Félögin skoða nú erlenda fjármögnun

Stærstu fasteignafélög landsins skoða það að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Mikill áhugi er á meðal fjárfesta að festa kaup á skráðum skuldabréfum félaganna. Framkvæmdastjóri hjá Eik segir innflæðishöftin hafa hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti fyrirtækja.

WOW bruggar bjór

Bjórinn er sagður maltaður en að finna megi blómakeim af humlunum.

Stjórn VR samþykkir stofnun leigufélags

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að stofna leigufélag fyrir félagsmenn VR; félag sem ekki yrði rekið í hagnaðarskyni. Áður hafði trúnaðarráð félagsins hvatt til þess að slíkt félag yrði stofnað.

Mikil fjárfesting en engin undanþága

Samkeppniseftirlitið hefur ekki veitt fyrirhuguðu samstarfi skipafélaganna Eimskips og Royal Arctic Line undanþágu. Engu að síður hafa félögin látið smíða skip sem eiga að verða grundvöllur samstarfsins. Upplýsingafulltrúi segir smíði skipanna óháða niðurstöðunni

Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi

Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig.

Tómas aftur til WOW

Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air.

Sjá næstu 50 fréttir