Fleiri fréttir

Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu

Grunnskólabörn sem dragast aftur úr í námi fá að taka hluta af námi sínu á vinnumarkaði. Ásókn í atvinnutengt nám hefur aukist. Verkefnið hvetur börn til frekara iðnnáms. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku.

Fjórfaldaði fjárfestinguna í Ölgerðinni á sex árum

Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi.

Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar

Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017.

Kvika banki á markað í mars

Kvika banki stefnir nú að óbreyttu að skráningu hlutabréfa fjárfestingarbankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í byrjun næsta mánaðar.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.

Verðfallið vestanhafs smitast hingað til lands

Óróleiki á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum smitast hingað til lands. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,15 prósent í gær. Líkur taldar á að innlendir fjárfestar hafi innleyst hagnað eftir sterkan janúar á hlutabréfamarkað

Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa

Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði.

36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum

36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið.

Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion

Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir.

Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka

Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl.

Kalla inn hummus frá Í einum grænum

Heilbrigðisyfirlit Reykjavíkur hefur kallað inn hummus frá Í einum grænum þar sem varan gæti innihaldið aðskotahlut, eða málmþráð.

Innkalla Amaizin maísflögur

Heilsa ehf hefur innfallað maísflögur frá Amaizin eftir að of hátt magn glútens mældist í vörunni.

Mega rífa niður til að endurreisa

Félagið Lindarvatn hefur fengið heimild til að rífa friðlýstan sal í Nasa við Austurvöll. Ætlunin er að endurgera síðan húsakynninn í sem upprunalegastri mynd eins og gamli Sjálfstæðissalurinn svokallaði var.

Eygló nýr stjórnarformaður LÍN

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur stjórnarformann stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Uppræta þarf kynbundinn launamun

Atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði mælist hvað mest meðal OECD-ríkjanna og er hlutfall kvenna á vinnumarkaði með því hæsta í heiminum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir kynbundinn launamun meinsemd og að unnið sé að því að uppræta hann.

Thomas til liðs við Investis

Thomas Möller er genginn til liðs við Investis ehf.. Thomas hóf störf í ársbyrjun 2018 sem meðeigandi og fyrirtækjaráðgjafi.

Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri

Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.

Bein útsending: Fjórða iðnbyltingin

Róbótarnir eru komnir í bjórinn og Menntun fyrir atvinnulíf fjórðu iðnbyltingarinnar eru meðal þeirra erinda sem flutt verða á opnum fundi Félags atvinnurekenda.

FKA stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi

Félag kvenna í atvinnulífinu er fyrir kvenkyns stjórnendur og leiðtoga og stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi. Félagið hélt viðurkenningarhátíð í gærkvöldi og ætlar að fylgja #metoo eftir með aðgerðum.

Ísland er viðurkennt tækniland

UTmessan verður haldin í áttunda sinn í Hörpu um helgina. Þar geta gestir og gangandi rabbað við vélmenni, teiknað á skjái og hitt gervigreindan markmann, svo fátt sé upptalið.

Sjá næstu 50 fréttir