Fleiri fréttir

Fasteignaviðskipti með nýjar íbúðir einungis 5 prósent

Úttekt Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaðnum hér á landi sýnir að einungis 5 prósent fasteignaviðskipta sé sala á nýjum íbúðum. Auk þess sé fermetraverð hærra í nýjum íbúðum og fátt bendir til þess að sala á þeim hafi hækkað.

Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi

Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli.

Bankinn vill uppboð á tveimur skipum

Landsbankinn vill tvö rannsóknarskip Neptune á Akureyri á nauðungarsölu. Kröfur á fyrirtækið eru upp á 95 milljónir króna en framkvæmdastjórinn segir erlenda fjárfesta á leiðinni inn með nýtt hlutafé.

Nýr búnaður fyrirbyggir meiðsli á sjó

Íslenskt sprotafyrirtæki hannar búnað sem fyrirbyggir meiðsli á fólki og skemmdir á skipum. Með honum er hægt að spá fyrir um högg vegna öldugangs og halda skráningu um aðgerðir skipstjóra.

Hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í innlendum og erlendum gjaldmiðli í "A“ úr "A-“. Þetta kemur fram fram í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Árleg útgjöld ríkissjóðs gætu aukist um 32 milljarða

Samtök atvinnulífsins liða í sundur tölu sem birt var í gær um hugsanleg 88 milljarða árlega aukningu í útgjöldum ríkissjóðs. Fram kemur að árleg útgjöld aukist um 32 milljarða króna en fjárfestinga- og einskiptisgjöld 55 milljarðar. Bjarni Ben hafði furðað sig á tölunum sem samtökin birtu.

Forréttabarnum verður lokað um stund

Fyrirhugað er að ráðast í endurbætur á iðnaðarhúsinu við Nýlendugötu 14. Loka þarf Forréttabarnum, einum vinsælasta veitingastað landsins, meðan á framkvæmdum stendur. Markmiðið er að hann verði opnaður aftur á sama stað.

Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt

Sælgætisframleiðendur gagnrýna hugmynd heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts. Helgi í Góu spyr hvort eigi þá að deila út skömmtunarseðlum og forstjóri Nóa Síríus segir ósanngjarnt ef taka eigi einn fæðuflokk fyrir.

26 prósent íslenskra launþega í vaktavinnu

Árið 2016 unnu 26,1 prósent íslenskra launþega vaktavinnu. Hlutfallið er það níunda hæsta borið saman við Evrópusambandsríkin. Hagstofa Íslands sá um úttektina.

Viðhorf til íslenskrar framleiðslu almennt jákvætt

Þetta kom fram á Framleiðsluþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fór í Hörpu í gær. 81 prósent Íslendinga eru jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent fyrir íslenskum framleiðslufyrirtækjum.

Rúmlega 61 milljarðs gjaldþrot Styttu

Ekkert fékkst greitt upp í rúmlega 61 milljarðs kröfu og hefur skiptum verið lokið í búinu. Félagið keypti áður stóran hlut í Fons, félagi Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, upp á 430 milljónir punda.

Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri

Velta IKEA á Íslandi nam um tíu og hálfum milljarði á síðasta rekstrarári fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður upp á rúmar 1.200 milljónir króna sem er aukning um 24 prósent. Hafa aldrei selt meira af veitingum en í síðustu viku.

Gífurleg aukning í pakkasendingum Póstsins

Fleiri innlendir pakkar voru sendir innanlands í nóvember á þessu ári heldur en desember í fyrra. Íslendingar virðast vera snemma í jólagjafainnkaupum en netverslunardagarnir þrír spila stóra rullu.

Gefa jólaljósum lengra líf með álendurvinnsluátaki

Endurvinnslan, Fura málmendurvinnsla, Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið, Málmsteypan Hella, Plastiðjan Bjarg, Samál – Samtök álframleiðenda, Samtök iðnaðarins og Sorpa standa að átakinu sem hvetur fólk til þess að skila álinu í sprittkertum, sem vinsæl eru yfir hátíðarnar, í endurvinnslu.

Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.

Þrír nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels

Sara Kristófersdóttir verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs, Sigríður Helga Stefánsdóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson framkvæmdastjóri sölusviðs.

Hagfræðideild Háskóla Íslands og Deloitte í samstarf

Hagfræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að starfsmenn Deloitte munu kenna í náminu, taka við starfsnemum og styðja við lokaverkefni nemenda.

Sjá næstu 50 fréttir