Fleiri fréttir

Telja bréf Marel undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka ráðleggur fjárfestum að kaupa í Marel og verðleggur bréf félagsins á 412 krónur á hlut. Það er tæplega 30 prósentum hærra verð en sem nam gengi bréfa framleiðslufyrirtækisins við lokun markaða í gær.

Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984

Af fimm þúsund viðskiptavinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrirtækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið.

Útilokar lög á verkfall flugvirkja

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall.

Salan á Medis í höndum Citibank

Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva er sagt hafa ráðið hinn bandaríska Citibank til að selja lyfjasölufyrirtækið Medis fyrir marslok 2018. Medis er til húsa í Hafnarfirði og af 100 manna starfsliði fyrirtækisins starfa um 85 hér á landi.

Þórólfur nýr forstöðumaður stefnumótunar hjá Landsvirkjun

Forstöðumaður stefnumótunar leiðir fjölbreytt stefnumarkandi verkefni í samvinnu við stjórnendur fyrirtækisins og starfar með öllum starfseiningum að þróun árangursmælikvarða og markmiða sem unnið er að hverju sinni. Forstöðumaður stefnumótunar mun jafnframt vera virkur í að miðla stefnunni í nánu samstarfi við yfirstjórn.

Ágúst nýr formaður FLE

H. Ágúst Jóhannesson, endurskoðandi hjá KPMG, var kosinn nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka

Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.

Skúli Mogensen markaðsmaður ársins

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn Markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Þetta var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK.

Ætla að selja Lykil

Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári.

Deilum Stapa og Kára um 24 milljónir ekki lokið

Lífeyrissjóðurinn Stapi var, í héraði, dæmdur til þess að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóranum Kára Arnóri Kárasyni tæpar 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok. Kári sagði af sér á síðasta ári eftir að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum.

Þrjú ný hjá Samtökum iðnaðarins

Guðrún Birna Jörgensen, Vilhjálmur Hilmarsson og Signý Jóna Hreinsdóttir hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins. Guðrún mun gegna starfi viðskiptastjóra á framleiðslusviði, Vilhjálmur er ráðinn sem sérfræðingur í greiningum og Signý mun koma til með að vera viðskiptastjóri á hugverkasviði samtakanna.

Jóna Bjarnadóttir ráðin forstöðumaður umhverfisdeildar hjá Landsvirkjun

Jóna hefur starfað hjá Landsvirkjun frá árinu 2014 sem verkefnisstjóri og hafa hennar verkefni meðal annars snúið að mati á umhverfisáhrifum nýrra virkjana og stjórnun umhverfismála vegna byggingar Þeistareykjavirkjunar. Áður starfaði hún sem ráðgjafi lengst af hjá Mannviti þar sem hún var einnig umsjónarmaður umhverfisstjórnunarkerfis.

GAMMA og Interlink hefja samstarf með sjö milljarða þróunarsjóði

Fyrst um sinn felur samstarfið í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility (GDF), en hann veitir styrkjafjármögnun til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið.

Dregið verði úr ríkisstyrkjum til ósjálfbærra fiskveiða

Guðlaugur Þór Þórðarson lagði í erindi sínu áherslu á að dregið yrði úr ríkisstyrkjum til ósjálfbærra og skaðlegra fiskveiða. Hann fagnaði því að jafnréttismál væru komin á dagskrá hjá WTO og mun hann undirrita samstarfsyfirlýsingu EFTA og Nígeríu.

Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi birtu í dag skýrslu þar sem fram kemur að eldsneytisnotkun í íslenskum sjávarútvegi hefur dregist saman um 43 prósent frá 1990. Framkvæmdastjóri SFS sér fram á að hægt verði að líta á greinina sem fordæmi í umhverfismálum á alþjóðavísu.

Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt

Steingrímur stefndi Fáfni Offshore fyrir vangoldin laun og orlof. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans, Fáfni Holding, með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir. Báðir aðilar voru sýknaðir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og var málskostnaður felldur niður.

Hagkaup innkallar leikfang

Leikfangið heitir Ty og er loðdýr frá The Beanie Boo's Collection. Gallinn er í saumunum, sem eiga það til að losna. Umrædd vara hefur módel-númerið 1216/15626.

Hægir töluvert á hagvexti

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015.

Fasteignaviðskipti með nýjar íbúðir einungis 5 prósent

Úttekt Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaðnum hér á landi sýnir að einungis 5 prósent fasteignaviðskipta sé sala á nýjum íbúðum. Auk þess sé fermetraverð hærra í nýjum íbúðum og fátt bendir til þess að sala á þeim hafi hækkað.

Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi

Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli.

Bankinn vill uppboð á tveimur skipum

Landsbankinn vill tvö rannsóknarskip Neptune á Akureyri á nauðungarsölu. Kröfur á fyrirtækið eru upp á 95 milljónir króna en framkvæmdastjórinn segir erlenda fjárfesta á leiðinni inn með nýtt hlutafé.

Sjá næstu 50 fréttir