Fleiri fréttir

Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur

Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst.

Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings

Hagvöxtur helmingast frá fyrra ári og verður 3,7 prósent í ár. Viðskiptaafgangur dregst mjög saman á komandi árum. Ekki er von á breytingum á innflæðishöftum á næstunni. Leiðrétting á íbúðaverði ólíkleg.

Valitor greiddi 1.450 milljónir fyrir bresk fyrirtæki

Greiðslukortafyrirtækið Valitor greiddi tæplega 1.450 milljónir króna fyrir bresku greiðslumiðlunarfyrirtækin Chip & PIN Solutions og IPS Ltd. en tilkynnt var um kaup Valitor á félögunum með skömmu millibili fyrr á árinu.

Stefán Karl vill lóð undir grænmetisgámaþorp

Fyrirtækið Spretta vill lóð við Strandgötu í Hafnarfirði og rækta þar sprettur og salat. Stefán Karl Stefánsson hefur óskað eftir fundi sem allra fyrst með bæjaryfirvöldum. Stefnt er að því að rækta grænmetið í endurunnum frystigámum.

Travelade og TotalHost sameinast

Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost hafa náð samkomulagi um sameiningu félaganna en bæði starfa þau í ferðaþjónustu.

Telur líklegt að WOW air horfi til Indlands

Líklegt er að WOW air stefni á að hefja áætlunarflug til Indlands árið 2019 að mati flugblaðamanns bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Fyrir liggur að íslenska flugfélagið stefnir á að hefja beint flug til Asíu á næsta ári.

Fasteignafélag í rekstri GAMMA hagnast um 775 milljónir

Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem rekinn er af GAMMA Capital Management, hagnaðist um 775 milljónir króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn verulega frá fyrra ári þegar hann nam um 57 milljónum króna.

Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir

Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015.

Nýir eigendur vilja skoða sölu á hlut í Bláa lóninu

Kanadíska orkufyrirtækið Inn­ergex Renewable Energy, sem keypti nýverið Alterra, sem á 53,9 prósenta hlut í HS Orku, hyggst endurskoða eignarhald HS Orku á 30 prósenta hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu, að því er fram kemur í fjárfestakynningu stjórnenda Innergex

Innlán heimila aukist um 100 milljarða á rúmu ári

Innlán íslenskra heimila í bankakerfinu hafa aukist um 9,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hefur eign heimila í hlutabréfasjóðum dregist verulega saman. Greinandi hjá IFS segir heimili hafa einbeitt sér að því að greiða niður skuldir.

Ólík lífeyrissparnaðarform oft lögð að jöfnu

Meðalkostnaðarhlutfall í lífeyristryggingasamningum umboðsaðila Allianz á Íslandi er tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Samanlagður hagnaður var 908 milljónir króna árin 2015 og 2016.

Wow selur flugvélar og leigir þær aftur

WOW air hefur gert sölu- og endurleigusamning við flugvélaleiguna SKY Leasing en samningurinn var undirritaður í dag. Um er að ræða sölu á tveimur Airbus A321ceo vélum, árgerð 2018, sem flugfélagið keypti beint frá Airbus.

PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar

Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári.

Dýrari póstur með færri sendingum

Kostnaður fólks við að senda bréf hefur aukist um tugi prósenta á örfáum árum. Ástæðan er færri bréfasendingar og stærra og dýrara dreifingarkerfi. Jólakortum fækkar ekki eins mikið og sendingum almennt.

ÁTVR íhugar opnun sérhæfðra Vínbúða

ÁTVR kannar nú hvort grundvöllur sé fyrir sérhæfðari verslunum, fyrir vörur á borð við viskí og bjór, þar sem ynni starsfólk með sérþekkingu á viðkomandi vörum.

Sjá næstu 50 fréttir