Fleiri fréttir

Hugsanlegir kaupendur skoða álverið

Álver Rio Tinto í Straumsvík er til sölu. Núverandi eigendur segjast munu halda rekstri áfram finnist ekki kaupendur. Fyrstu vonbiðlar eru þó væntanlegir á næstu dögum.

Hagnaður Stefnis meira en tvöfaldast milli ára

Hagnaður sjóðstýringarfélagsins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, nam 669 milljónum króna á fyrri helmingi ársins og meira en tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaðurinn var 322 milljónir á sama tíma í fyrra.

ESÍ lagt niður fyrir árslok

Tafir hafa orðið á slitum félagsins, sem heldur á milljarða króna eignum sem ríkissjóður leysti til sín eftir bankahrunið 2008, en stjórnendur Seðlabankans höfðu áður gert ráð fyrir að leggja félagið niður á síðasta ári.

Virði VÍS metið lægra en Sjóvár og TM

Verðmat sérfræðinga Capacent á VÍS er áberandi lægra en hjá hinum skráðu tryggingafélögunum, Sjóvá og TM. Þeir telja þó afkomu ­félagsins á fyrri helmingi ársins gefa tilefni til meiri bjartsýni en áður.

Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík

Afkoma fyrirtækisins hefur verið slök síðustu ár en Rannveig Rist segir það ekki helstu ástæðu sölunnar. Hún segir sérstöðu álversins mikla og hefur ekki áhyggjur af eftirspurn.

Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni

Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.

Goldman Sachs fer með atkvæðarétt í Arion banka

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs, sem keypti fyrr á árinu 2,6 prósenta hlut í Arion banka, fer með atkvæðarétt í bankanum, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Kaupskila, dótturfélags Kaupþings.

Þóra Helgadóttir efnahagsráðgjafi GAMMA í London

Þóra Helgadóttir Frost hefur gengið til liðs við GAMMA Capital Management í London og mun starfa sem efnahagsráðgjafi hjá félaginu. Þóra situr í fjármálaráði og er þar skipuð af Alþingi og s

Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða

Birgðir Hvals hf. af frystum hvalaafurðum voru metnar á 2,6 milljarða króna í september í fyrra. Félagið hagnaðist um rétt tæpa tvo milljarða og greiddi eigendum 625 milljónir í arð.

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins látinn fara

Dagný Hrönn Pétursdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins um árabil, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Var henni tilkynnt um uppsögnina síðastliðinn þriðjudag, samkvæmt heimildum Vísis.

Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín

Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu.

Dröfn seld úr landi

Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur verið selt úr landi en það er væntanlegt til Kanaríeyja í dag.

Lítið ber á nýbyggingum

Nýbyggðar íbúðir eru ekki mikið áberandi í sölutölum enn sem komið er. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í gær.

Kröfu Gamma ehf. vísað frá í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti á mánudag niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði frá fyrr í sumar kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Mangement yrði bannað að nota heitið GAMMA í fasteignaviðskiptum. Var það niðurstaða dómsins að Gamma ehf. hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfuna.

Sjá næstu 50 fréttir