Fleiri fréttir

Ný útlán lífeyrissjóðanna þrettánfaldast

Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga hafa meira en þrettánfaldast á undanförnum tveimur árum. Útlánin námu 67,3 milljörðum króna í 3.593 samningum á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við tæpa 5,0 milljarða króna í 523 samningum fyrstu sex mánuði ársins 2015.

Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota

Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta.

Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð

Bandaríski vogunarsjóðurinn Tac­onic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent.

Hagnaður 365 eykst

Rekstrarhagnaður 365 miðla fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri hluta yfirstandandi árs nam 563 milljónum króna.

Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar

Í bílaflota Bílaleigu Akureyrar/Hölds eru 4.600 bílar. Þar af eru um 20 rafbílar. Forstjórinn segir kaupin á rafbílunum eina verstu fjárfestinguna sem ráðist hefur verið í.

Ellefu milljörðum varið í auglýsingar

Áætla má að auglýsendur hafi keypt auglýsingar fyrir um 11 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjölmiðlanefndar sem hefur tekið saman upplýsingar um skiptingu birtingafjár milli fjölmiðla árið 2016. Þetta er í þriðja skipti sem nefndin birtir slíka samantekt.

Friðrik Þór, Heiðmar og Sveinn Friðrik til SFS

Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur og Heiðmar Guðmundsson lögmaður hafa verið ráðnir til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn Friðrik Sveinsson verðbréfamiðlari verið ráðinn fjármálastjóri SFS.

Misvægið hefur aukist um 140 prósent á fimm árum

Verðtryggingarmisvægi stóru bankanna þriggja hefur aukist verulega á undanfarin ár, úr 160 milljörðum í 384 milljarða á síðustu fimm árum. Aukningin er hvað mest hjá Landsbankanum en misvægið var um 97 prósent af eiginfé bankans.

Hafnar ásökunum Haga um þrýsting

Stjórnendur Haga saka Fríhöfnina um að hafa beitt sér gagnvart erlendum birgi til þess að hafa áhrif á verðlagningu á snyrtivörum í Hagkaup.

Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis

Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir