Fleiri fréttir

Salan á 69% í Ölgerðinni í höfn

Gengið var endanlega frá sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni þann 27. apríl síðastliðinn. Ný stjórn fyrirtækisins var kjörin sama dag og tóku fulltrúar framtakssjóðanna Akurs fjárfestinga og Horns III þá sæti í stjórninni.

Katrín Eva ráðin til Artasan

Katrín Eva Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvörudeildar hjá Artasan.

Fasteignaverð aldrei verið hærra

Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá.

Fyrrverandi þingmenn gefa út tímaritið Úti

Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, hafa stofnað útgáfufélagið Vertu úti utan um nýtt tímarit sem hefur fengið nafnið Úti. Samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra mun það gefa tímaritið út á íslensku og ensku en einnig framleiða annað fjölmiðlaefni og skipuleggja viðburði og fræðslu sem tengist útivist.

Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli

"Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009.

Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi

Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Stjórnarformaður VÍS: Vanmátum gamla varðhundinn

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, nýr formaður VÍS, segir að hún hafi í aðdraganda breytinga á stjórninni vanmetið "gamla varðhundinn sem gæti valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Hefur engin áform um að selja hlut sinn í Kviku.

H&M vörur dýrari í íslenskum krónum

Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár.

Ólafur búinn að afhenda gögnin

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið afhent þau gögn sem Ólafur Ólafsson fjárfestir hyggst kynna nefndinni í fyrramálið. Nefndarmenn fengu gögnin í hendurnar síðdegis en þeir fóru fram á að fá að kynna sér þau.

Súperdósin hverfur af markaðnum

Eins og áður hefur verið greint frá verður á næstunni nokkuð breytt vöruframboð í dósum og gleri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið flytur nú inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum.

Vilja byggja hótel úr gámum hér á landi

Bæði innlendir og erlendir aðilar hafa uppi hugmyndir um að byggja hótel úr svokölluðum gámaeiningum hér á landi. Sviðsstjóri hjá Verkís segir nú unnið að því að skoða hvort byggingarefnið í gámunum standist íslenskar reglugerðir.

Kílómetri á milli Subway-staða í miðbænum

Nýr veitingastaður Subway mun opna við Laugaveg 86 á næstu vikum. Veitingastaðurinn er einnig við Bankastræti 14 og verður því innan við kílómetri á milli Subway-staða í miðbænum.

Vandratað einstigi

Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári.

Pressan fékk lán en ekki hlutafé

Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel

Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans.

Jón Finnbogason hættur hjá Stefni og stýrir nýrri deild í Arion banka

Jón Finnbogason, sem hefur verið forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni frá árinu 2013, hefur hætt störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu og mun í kjölfarið taka við sem yfirmaður nýrrar deildar innan Arion banka á sviði lánaumsýslu, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Eyrir Invest selur í Marel fyrir 3,5 milljarða króna

Eyrir Invest hf. hefur selt tíu milljónir hluta í Marel hf. Hlutirnir voru seldir á verðinu 348 krónur á hlut og er því um 3.480 milljónir króna. Eftir sem áður verður Eyrir stærsti hluthafi Marel en nú með 25,9 prósent af útgefnu hlutafé.

Sjá næstu 50 fréttir