Fleiri fréttir

Þungt ár fyrir lífeyrissjóði landsins

Þrír af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins voru með neikvæða raunávöxtun á síðasta ári. LSR skilaði jákvæðri ávöxtun. Sterkt gengi krónunnar hafði afgerandi áhrif á afkomu sjóðanna. Sjóðirnir stefna að því að auka umsvif sín erlendis.

Um 830 starfsmenn Landsbankans seldu bréfin sem þeim voru gefin

Um 830 núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Landsbankans, sem fengu hlutabréf í bankanum gefins árið 2013, ákváðu í fyrra að taka tilboði fyrirtækisins um að selja hlutabréf sín fyrir um alls 1.391 milljón króna. Langflestir þeirra seldu bankanum bréf sín í september eða þegar endurkaupaáætlun fyrirtækisins hófst.

Jakob hættir sem forstjóri VÍS

Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, hefur sagt starfi sínu lausi þar sem hann hefur verið ráðinn forstjóri breska félagsins Victrex plc.

Holur hljómur

Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatímans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á.

Skuldir heimila og fyrirtækja aukast

Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust á árinu 2016 þótt sparnaður hafi vaxið á síðustu árum. Fram kemur í tilmælum fjármálastöðugleikaráðs til Fjármálaeftirlitsins að bæði heimili og fyrirtæki stofni um þessar mundir til aukinna skulda þótt skuldirnar vaxi hægar en landsframleiðslan.

Stórfyrirtæki tryggja sig gegn netárásum

Tryggingafélögin búa sig undir aukna eftirspurn eftir vátryggingum gegn netárásum. Tölvuglæpunum fjölgar hér líkt og annars staðar en hér á landi er lítil reynsla af netábyrgðartryggingum og þær þykja almennt of dýrar. Fyrirtæki tilk

Nox Medical vex hraðast

Íslenska svefnrannsóknafyrirtækið Nox Medical er á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem hafa vaxið hvað hraðast á milli áranna 2012 til 2015.

Styttra til Asíu

Fyrsta flug finnska flugfélagsins Finnair til Helsinki frá Keflavíkurflugvelli er á þriðjudag.

Hafa ekkert heyrt í Amel Group um vatnskaup

Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ekkert heyrt síðan um áramót í forsvarsmönnum kanadíska fjárfestingafyrirtækisins Amel Group, sem óskuðu síðasta sumar eftir viðræðum um stórfelldan útflutning á íslensku vatni.

Sjá næstu 25 fréttir