Fleiri fréttir

Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári

Aukin innviðauppbygging varð til þess að skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, jukust um tæpa fjóra milljarða í fyrra. Fjárfest var fyrir 3,2 milljarða í fyrra. Áætlun sem kynnt var borgarstjórn í árslok 2016 gerði ráð fyrir fjárfestingu upp á 3,9 milljarða til fimm ára. Örari vöxtur skýringin.

Fá kannski vínarbrauð

Samtök iðnaðarins voru formlega stofnuð þann 24. september árið 1993 og eru því 25 ára í dag. Samtökin miða þó afmæli sitt við árið 1994 þegar þau hófu starfsemi í raun.

Segir lokanir VÍS mikil mistök

Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi.

Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky

Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári.

Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS

Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands.

Nora Magasin gjaldþrota

Kaffi Nora ehf., félagið utan um rekstur veitingastaðarins Nora Magasin við Austurvöll, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

KSÍ eignast „Húh“-ið

Knattspyrnusamband Íslands hefur náð samkomulagi við Einkaleyfastofu vegna skráningu á orðmerkinu „húh.“

Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma.

Tók áratug að gera upp þrotabú Samson

Aðeins fengust tæp 8,6 prósent upp í 77 milljarða króna almennar kröfur í þrotabú Samson eignarhaldsfélags ehf. sem á árunum fyrir hrun hélt utan um hlut Björgólfsfeðga í Landsbankanum.

184 milljónir í fréttamyndver Ríkisútvarpsins

Áætlaður kostnaður við nýtt fréttamyndver Ríkisútvarpsins er 184 milljónir króna. Nýja myndverið í Efstaleiti verður tekið í notkun í kvöld. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Skattar lækki á getnaðarvarnir og tíðavörur

Tólf þingmenn standa að frumvarpi sem kveður á um að allar tegundir getnaðarvarna, sem og einnota og margnota tíðavörur, falli í lægra þrep virðisaukaskattsins. Vörurnar myndu þá bera 11 prósent skatt en í dag er skatturinn á þær 24 prósent.

Hætta við Straumsvík en stækka álver í Noregi

Norsk Hydro hefur ákveðið að stækka álver sitt í Husnes í Noregi. Þessi ákvörðun Hydro er tilkynnt aðeins fimm dögum eftir að fyrirtækið hætti við að kaupa ISAL í Straumsvík.

Kreditkortanotkun verði ódýrari

Ný lög um greiðslukortaviðskipti gætu sparað neytendum rúmlega milljarð á ári, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins.

Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna

Brim seldi þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood fyrir 9,5 milljarða króna. Það er 18 prósentum minna en sem nam bókfærðu virði í fyrra.

Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair

Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna.

Helga leysir Bjarna af

Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar.

Guðmundur svarar fyrir sig

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor.

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.

Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja

Jón Diðrik Jónsson segir að afþreyingarfyrirtækið Sena hafi stokkað upp viðskiptamódelið þrisvar frá árinu 2009. Tekjur Smárabíós jukust á milli ára í fyrra. Hann segir að Skeljungur hafi enn fremur dregið úr rekstrarkostnaði frá árinu 2014 þrátt fyrir launaskrið.

Engar olíulækkanir í spákortunum

Greinendur búast við því að heimsmarkaðsverð á olíu haldist yfir 80 dölum á fatið á næstu mánuðum. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Írönum munu minnka verulega framboð á olíu frá Íran. OPEC-ríkjunum ekki tekist að vega á móti framboðsskortinum

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Mókollur, félag Péturs Guðmundssonar, hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á árinu 2017 en það er þriðjungi meiri hagnaður en árið á undan. Mestu munar um matsbreytingu fasteigna sem var 1,4 milljarðar á síðasta ári en um 750 milljónir árið 2016.

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum.

Aukið öryggi með iOS 12

Nýjasta stýrikerfið fyrir snjalltæki Apple, iOS 12, er komið út og hafa tæknimiðlar vestan hafs fjallað ítarlega um þær nýjungar sem finna má í stýrikerfinu.

Kína svarar með nýjum tollum

Kínverjar tilkynntu í gær um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði sextíu milljarðar dala. Á mánudaginn höfðu Bandaríkjamenn lagt nýja tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarðar dala og var því um gagnaðgerðir að ræða í tollastríði ríkjanna tveggja

Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis

Lúxemborgska hýsingar- og gagnavinnsluþjónustan Etix Group hefur fjárfest í Borealis Data Centers sem rekur tvö gagnaver á Íslandi

Sjá næstu 50 fréttir