Fleiri fréttir

WOW air í milljarða skuldabréfaútboð

Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.

Deyfð og drungi á hlutabréfamarkaði

Minni umsvif lífeyrissjóða er ein helsta ástæðan að baki verðlækkunum undanfarinna missera á innlendum hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri í tæp þrjú ár.

Innkalla sólþurrkaða tómata

Samkaup hefur ákveðið að innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop eftir að Matmælastofnun barst tilkynning frá neytanda um að aðskoðahlutur, trúlega glerbrot, hafi fundust í krukku.

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Verðkönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að verðmunur milli verslana á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn getur numið allt að 26 prósentum. Algengt verð á töskunum um og yfir 20 þúsund krónur. Misjafnt hversu mikið börnin þurfa að bera í töskunum milli heimilis og skóla. Ódýrari valkostir í boði.

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Toyota á Íslandi telur að Neytendastofa gerir ríkari kröfur til auglýsinga er varða Hybrid-bíla heldur en bíla sem knúnir eru áfram með öðrum hætti. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir fullyrðinguna "50% rafdrifinn“ standa.

Hlutafjáraukning hjá Wow Air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé.

Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu

Toyota var bannað að fullyrða að Hybrid-bílar framleiðandans væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Nýjar auglýsingar eru svipaðar þeim gömlu að neðanmálsgrein viðbættri. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill skjót viðbrögð.

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Félag í eigu Kristins Aðalsteinssonar fjárfestis hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi Stekks fjárfestingafélags.

66°Norður og Ganni í samstarf

Fyrirtækið 66°Norður og danska kvenfatamerkið Ganni kynntu samstarf sitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn nú í kvöld.

Skortur á sól dregur úr áfengissölu hjá ÁTVR

Ætla má að sólin, eða skortur á henni, hafi áhrif á áfengisneyslu Íslendinga miðað við tölur frá ÁTVR. Salan á áfengi í júlímánuði dróst saman um 4 prósent frá sama mánuði í fyrra, á sama tíma og sólskinsstundirnar voru um 50 prósent færri og meðalhiti einni gráðu lægri í Reykjavík.

Bandaríkjamenn komu í veg fyrir fækkun

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi rúmlega 278.600 í júlí sem er 2,5% fjölgun miðað við júlí í fyrra.

Stöðnun í farþegaflutningum Icelandair

Það sem af er ári hefur farþegum Icelandair aðeins fjölgað um 0,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Sætanýting hefur auk þess verið lakari alla mánuðina nema einn.

Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York

New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun.

Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent

Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær.

Musk íhugar að taka Tesla af markaði

Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða.

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Bílaumboðið Hekla Hf. hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðum 2013 til 2015.

Lækka verðmat sitt á TM

Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut.

Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara

Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann.

Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna

Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust.

Sjá næstu 50 fréttir