Fleiri fréttir

Vilja opna hag­fræði­deildina

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildarinnar, segir hagfræði vera mjög vaxandi grein hér á landi. „Hún hefur enda svör á reiðum höndum við öllum vandamálum samtímans.“

Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði.

Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið

Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði.

Skipta út Kviku banka og seinka skráningu

Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí.

Hyundai vill fara varlega

Talsmenn suðurkóreska bílarisans Hyundai sögðu í gær að fyrirtækið ætlaði að gæta fyllstu varúðar við framleiðslu sjálfkeyrandi bíla eftir að sjálfkeyrandi bíll leigubílaþjónustunnar Uber keyrði á konu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að hún lést.

Friðrik hættur hjá LIVE

Friðrik Nikulásson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE), hefur hætt störfum hjá sjóðnum.

Braut gegn siðareglum lögmanna

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna.

Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu

Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu.

Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu

Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum.

Matarkarfan hækkar í verði

Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus

„Það er bara verið að ræna hönnuði“

Eyjólfur Pálsson hjá EPAL furðar sig á að fólk hafi áhuga á að eiga eftirlíkingar af hönnun. Ein slík eftirlíking rataði inn á borð til hans og hann segir muninn á ekta hönnun og eftirlíkingu vera augljósan.

Jarðarberjastríð milli matvöruverslana

Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá.

Tækifæri í aðkomu erlendra fjárfesta

„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu.“

Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði

Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði

Statoil skiptir um nafn

Til þess þarf norska ríkisolíufyrirtækið þó að sannfæra dýralækni.

Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion

Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor.

Gefa lítið fyrir svör seðlabankastjóra

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnendur Seðlabanka Íslands greini skaðsemi innflæðishaftanna. Forstjóri GAMMA segir bankann koma í veg fyrir æskilega fjárfestingu.

Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi

Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16 til íbúðafélagsins Bjargs þar sem reisa á leiguíbúðir og einnig mun Akraneskaupstaður veita stofnframlag til uppbyggingarinnar í samræmi við ákvæði laga um almennar íbúðir nr. 52/2016..

Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel.

Sjá næstu 50 fréttir