Fleiri fréttir

Hækka verðmat á Icelandair Group um fimmtung

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Icelandair Group um 22 prósent og metur gengi bréfanna á 18,4 krónur á hlut. Það er um 16 prósentum hærra en markaðsgengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er fjárfestum þannig ráðlagt að kaupa hlutabréf í félaginu.

Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung

Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva.

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

Fær ekki aðgang að kerfi Vodafone

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Símans um að breytingar verði gerðar á sátt Samkeppniseftirlitsins við Fjarskipti (Vodafone) vegna kaupa fyrirtækisins á rekstri 365 miðla.

Vilja tvöfalda veltuna eftir rússíbanareið

Eftirspurn erlendra gullgrafara hefur átt stóran þátt í örum vexti Advania Data Centers sem stefnir að tvöföldun á ársveltu fyrirtækisins. Stækka gagnaver og búið að selja allt plássið.

Forstjóri FME á leið í fjögurra mánaða námsleyfi

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), fer í tæplega fjögurra mánaða námsleyfi frá störfum í seinni hluta næsta mánaðar. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, verður starfandi forstjóri eftirlitsins þangað til Unnur snýr aftur til starfa.

Vilhjálmur Bjarnason í stjórn Bankasýslunnar

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið sæti í stjórn Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn

Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum.

Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin

Einn, tveir og elda er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar.

Öflugasta eldflaug heimsins prófuð

Falcon Heavy mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur.

Hinn umdeildi Vegaborgari verður nú vegan: „Þetta er ógeðslega fyndið“

Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta Vegaborgaranum umdeilda, sem Olís steikir ofan í viðskiptavini sína, í vegan hamborgara. Bryndís Steinunn, förðunarfræðingur og biblíukennari, hefur tekið gleði sína á ný en hún komst að því á sunnudaginn að hamborgarinn sem hún hafði keypt var ekki vegan.

Tugþúsundir starfa í hættu hjá breskum verktakarisa

Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins sigldu í strand um helgina.

Árni tekur við sem framkvæmdastjóri Loftleiða

Árni Hermannsson, fjármálastjóri Loftleiða Icelandic, mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins í næstu viku. Guðni Hreinsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Loftleiðum eftir fjórtán ára starf.

Íslensk fyrirtæki nota samfélagsmiðla mest

Hlutfall notkunar íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum er það hæsta í Evrópu, eða 79 prósent. Þá mældist hlutfall Evrópusambandsríkjanna 47 prósent að meðaltali.

Færist ofar á lista Forbes og er nú metinn á 185 milljarða

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, tók stökk á milli ára á lista Forbes yfir milljarðamæringa og eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna. Situr hann í 1.161 sæti og er eini Íslendingurinn þar.

Stytta vinnuvikuna um fimm tíma

Leikskólar sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta munu stytta vinnuviku starfsmanna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma.

Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok

Fyrrverandi forstjóri og eigandi United Silicon á að hafa fært tvær milljónir króna af reikningi dótturfélags kísilversins fimm mánuðum eftir að hann hætti störfum.

Rústuðu H&M verslunum í mótmælaskyni

Lögregla í Suður-Afríku skaut gúmmíkúlum til þess að dreifa hópum mótmælenda sem mótmæltu fyrir utan búðir sænska verslunarrisans H&M í Jóhannesarborg.

Sjá næstu 50 fréttir