Fleiri fréttir

Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára

Hinir ríkustu verða enn ríkari. Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust um billjón dali. Stofnandi Amazon græddi mest og er ríkasti maður heims. Mestur er þó samanlagður vöxtur velda kínverskra milljarðamæringa.

Styrmir Guðmundsson til Kviku banka

Styrmir Guðmundsson, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri hjá Summu Rekstrarfélagi, hefur verið ráðinn til markaðsviðskipta Kviku banka. Hóf hann störf hjá fjárfestingabankanum fyrr í þessum mánuði.

Hagkerfi Indlands stærra en Breta og Frakka

CEBR (Centre for Economics and Business Research) spáir því í nýútgefinni skýrslu að hagkerfi Indlands muni verða stærra en hagkerfi Bretlands og Frakklands árið 2018.

OZ tapaði 179 milljónum í fyrra

Tæknifyrirtækið OZ tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir

Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið

Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna.

Innkoma Costco viðskipti ársins

Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum.

Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða

Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna  hér á landi nema um 350 milljörðum króna.

Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur að skilgreina þurfi rafræna gjaldmiðla á borð við Bitcoin áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þá. Einnig þurfi að fá botn í það hvað felist í greinum hegningarlaga um peningafals og gjaldmiðlaskipti, enda höfum við á undanförnum árum upplifað fjármálagjörninga sem áður voru taldir óhugsandi.

Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar

Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða.

Breytt landslag

Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth­ Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.