Fleiri fréttir

Fossar styrkja Kraft um 6,7 milljónir

Alls söfnuðust rúmlega 6,7 milljónir króna á Takk-degi Fossa markaða, sem var haldinn í þriðja sinn 23. nóvember síðastliðinn, og rann upphæðin óskipt til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda.

Winklevoss tvíburarnir stórgræða á bitcoin

Tyler og Cameron Winklevoss, bræðurnir sem stefndu Mark Zuckerberg, fjárfestu á sínum tíma í bitcoin. Hlutur þeirra er talinn vera um 104 milljarðar króna í dag en gengi bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár.

Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga

Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélag heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt.

Kaupþing ræður Kviku sem ráðgjafa við sölu á Arion banka

Kaupþing hefur gengið frá ráðningu á Kviku banka sem fjármálaráðgjafa í tengslum við sölu á eignarhlut sínum í Arion banka en eignarhaldsfélagið áformar að losa um stóran hluta sinn í bankanum í gegnum almennt hlutafjárútboð og skráningu.

Fagna áherslum nýs stjórnarsáttmála

Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins lýsir yfir ánægju með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Ráðið lýsir yfir sérstakri ánægju vegna áherslu á nýsköpun og hagnýtingu hugvits til fjölbreytts atvinnulífs.

VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði

VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent.

Sjö ný skip frá Noregi

Fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfyrirtækja undirrituðu þann 1. desember samninga um smíði níu nýrra togskipa.

Beint flug á leiki Íslands komið í sölu

Í tilkynningu frá Icelandair segir að um sé að ræða tveggja sólarhringa ferðir og innifalið sé beint flug, hótel í tvær nætur, ferðir til og frá flugvelli og á leikvanginn og fararstjórn.

Verslunin Kostur lokar

Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar.

Tíu milljarða viðskipti

Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365.

Bitcoin tekur skarpa dýfu

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga.

Sjá næstu 50 fréttir