Fleiri fréttir

Ríkiskirkjan

Frosti Logason skrifar

Í dag er allra síðasti séns til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, fyrir þá sem ekki vilja greiða sóknargjöld fyrir árið 2018. Þjóðkirkjan er furðulegasta stofnunin sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda en langflestir meðlima hennar hafa verið skráðir í hana sjálfkrafa sem ómálga ungbörn.

Barnaskírn

Bjarni Karlsson skrifar

Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret.

Ljósberinn í hjartanu

Telma Tómasson skrifar

Desember er mörgum erfiður mánuður. Myrkrið umlykur, dagsbirtan skammvinn. Fram undan er jólahátíð, hjartans bjartasti tími ársins. Þó ekki fyrir alla, því andstæðurnar hvítt og svart leika lausum hala. Á bak við há­stemmuna fela sig erfiðu stundirnar, sorg, áföll, horfnir ástvinir, mistök fortíðar, helvíti fíknilífs, andnauð fátæktar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hvar eru hommarnir?

Benedikt Bóas skrifar

Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta.

Ofbeldi á skólalóð

Óttar Guðmundsson skrifar

Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku.

Kvendúxinn

María Bjarnadóttir skrifar

Árið 1941 fékk dúx Menntaskólans í Reykjavík ekki styrk frá stjórnvöldum til þess að stunda háskólanám við erlendan háskóla eins og áður hafði tíðkast, heldur semi-dúxinn. Þetta gerðist auðvitað áður en hugtakið "stjórnsýslulög“ fékk eitthvert raunverulegt gildi á Íslandi svo að það var engin kærunefnd fyrir dúxinn að leita til.

Fyrst Ronaldo og svo Ragnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi.

Ofsakuldi, tempraður

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í samræðum við leigubílstjóra og móttökustarfsmenn hótela víðsvegar um veröldina hef ég oft fullyrt að það verði "alls ekki eins kalt á Íslandi og maður myndi halda“. Þessar samræður hef ég nær alltaf átt að sumri til í heitum löndum, þegar íslenskur vetur er bara óræður vísir að minningu úr fjarlægri fortíð,

Svo er hneykslast á Katrínu

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Svo virðist sem pólitískar samæfingar þessi misserin hafi gengið fram af ýmsum. Rétt eins og tilveru þeirra hafi verið snúið á haus þegar vinstri og hægri fóru að ylja áform sín undir sömu sæng.

Úr klóm sjálfsgagnrýni

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun.

Einn án ábyrgðar

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.

Dauði útimannsins

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Bensínkallar voru aldrei kallaðir annað en "útimenn“ þar til Næturvaktin trommaði upp með "starfsmann á plani“. Og nú er þessi tegund að deyja út. Skeljungur hefur sagt upp öllum sínum og í anda samráðshefðar olíufélaganna má ætla að hin fylgi í kjölfarið.

Hjartað og heilinn

Frosti Logason skrifar

Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég verið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur.

Kórar Íslands

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum.

Ég trúi

Telma Tómasson skrifar

Hvað trúir þú á, ef ekki guð?“ spyr predikari forviða, hvessir á mig augun, röddin höst. Ágætis spurning í upptakti jólaflóðs.

Áfram Agnes

Benedikt Bóas skrifar

Lögfræðingur prests sem hefur verið sakaður um kynferðislegar áreitni í þremur tilvikum ritaði fyndið bréf sem birtist í gær.

Jákvæðni, já takk!

Óttar Guðmundsson skrifar

Með aukinni færni þjóðarinnar á samfélagsmiðlum hefur neikvæðni aukist til muna. Menn hafa allt á hornum sér í kommentakerfunum og reglulega "logar netið“ af sameiginlegri hneykslun og reiði.

Hundur, köttur eða frisbídiskur

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Ég tók annað skref í átt að því að verða fullorðinn fyrir sléttri viku síðan þegar að ég varð sambýlismaður. Fyrsta vikan hefur gengið bara vel en fyrsta deilumálið er strax komið upp á borðið: Hvaða gæludýr skulu sambýlingarnir fá sér í framtíðinni?

Hvað er eiginlega að?

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur?

Ung fórnarlömb hagsældar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eitt sinn gerði ég könnun meðal þrettán ára nemenda í skóla einum í Andalúsíu og spurði í hverju velgengni væri fólgin.

Tilbúinn í bardaga

Lára G. Sigurðardóttir skrifar

Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra.

Öllu fórnandi

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Fyrir viku síðan. Kjósandi: Logi, er ekki öruggt að Samfó vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB? Logi: Auðvitað, þetta er mesta hagsmunamál þjóðarinnar, annað kemur ekki til greina, ófrávíkjanlegt! Kjósandi: Og þið ætlið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og láta verða af þessu?

Heimskan og illskan

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Ungur, vel menntaður maður er sviptur ríkisborgararétti og vísað frá Noregi eftir að hafa búið þar í sautján ár. Þannig er honum refsað fyrir að hafa sagst vera frá Sómalíu en ekki Djíbútí. Hann er nú ráðalaus á Íslandi og leitar hælis.

Áfram konur

Frosti Logason skrifar

Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna.

Háttvísi og afnám fátæktar

Bjarni Karlsson skrifar

Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist.

Sjá næstu 50 greinar