Fleiri fréttir

Orð og athafnir

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfirskriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna.

Þarf þetta að vera svona?

Logi Bergmann skrifar

Stundum finnst mér eins og þjóðin skiptist í tvennt (þó að ég sé ekki viss með hlutföllin). Þá sem styðja einkarekstur og þá sem eru á móti honum. Það má færa rök fyrir hvoru tveggja og einkavæðing á klárlega ekki alltaf við. En stundum gerist það að stofnanir virðast nánast standa upp á stól og öskra: EINKAVÆÐIÐ MIG!

Ójöfn keppni

Hörður Ægisson skrifar

Íslensk verslun stendur á tímamótum. Stærstu fyrirtækin á íslenskum smásölumarkaði – Hagar og Festi – hafa á undanförnum mánuðum og misserum gripið til aðgerða til að bregðast við vaxandi samkeppni, meðal annars með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum.

Mínímalistarnir

Bergur Ebbi skrifar

Nú veit ég ekki hvernig þú ert að lesa þennan pistil, kæri lesandi. Kannski í nýprentuðu dagblaði sem ilmar af bleki eða af tölvuskjá. Kannski af fimm tommu snjallsímaskjá. Og kannski er einhver tilkynning að laumast yfir skjáinn akkúrat núna.

Tvær þjóðir

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingarmyndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélagshópa.

Ítalía er ráðgáta

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ítalía er eins og listasafn. Nei, ég ætla að byrja aftur: Ítalía er listasafn. Fegurðin er ekki bundin við Feneyjar, Flórens og Róm, heldur prýðir hún landið nánast allt frá norðri til suðurs, sveit og borg og einnig eyjarnar, þ. á m. Sardiníu og Sikiley. Náttúrufegurð, fagrar byggingar og listaverk frá ýmsum tímum mynda órofa heild.

Einangrun

Magnús Guðmundsson skrifar

Það kemur tæpast nokkrum á óvart að Ísland stendur sig langverst af Norðurlöndunum þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda gegn ójöfnuði samkvæmt nýrri skýrslu frá Oxfam.

Ekki spyrja tvístígandi hagfræðing um íslensku krónuna

Lars Christensen skrifar

Hagfræðingur þarf ekki að eyða mörgum mínútum með hvaða Íslendingi sem er áður en hann er spurður um styrk íslensku krónunnar og hvort krónan muni halda áfram að styrkjast eða hvort hún muni brotlenda.

Vafin í bómull

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Fulltrúar þeirra kynslóða sem fæddust um og eftir seinna stríð og stunduðu íþróttir segja hendingu hafa ráðið því að foreldrar mættu á kappleiki til að styðja börn sín til dáða.

Frumkvöðlar

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er komið að því. Íslensku fótbolta­stelpurnar eru komnar á sitt þriðja stórmót þar sem þær hefja keppni annað kvöld á móti sterku liði Frakka.

Fjölskrúð og fáskrúð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég horfist í augu við gamlan barnæskubangsa milli þess sem ég skrifa þetta – hann er ekkert sérstaklega hjálplegur frekar en fyrri daginn, en hann hefur þó fylgt mér gegnum tíðina blessaður, aldrei verulega atkvæðamikill og eiginlega ekkert sérlega skilningsríkur heldur en hann hefur þó sína áru sem hefur verið að mótast frá því að fundum okkar bar saman kringum þriggja ára afmælið.

Betri tímar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjólreiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek.

Martröð í morgunsárið

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég hef lesið eina sjálfshjálparbók um ævina. Það reyndist ein hættulegasta lesning lífs míns.

Unnið sitt verk

Hörður Ægisson skrifar

Frá því að haftaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní 2015 hefur raungengi krónunnar hækkað um liðlega 35 prósent á aðeins tveimur árum.

Út úr kú

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú.

Svíum vegnar vel, en …

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni.

Nýtt upphaf

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er frekar dapurlegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir Neytendasamtökunum þessa dagana.

Þagað um mengun

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks.

Vonbrigði

Magnús Guðmundsson skrifar

Við lifum á tímum afþreyingar við hvert fótmál. Tæknibylting síðustu ára hefur margfaldað aðgengi okkar að leiknu sjónvarpsefni og af því leiðir að í framleiðslu á slíku efni er fólgið gríðarlegt sóknarfæri.

Skólaljóðin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Skólaljóðin voru með öðrum orðum barn síns tíma, stórgölluð bók á ýmsan máta og hlaut að vekja sífellt andsvar, jafnvel kalla á uppreisn. En þessi bók hafði einhverja töfra.

Sleppt og haldið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Listin að vera plebbi

Logi Bergmann skrifar

Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: "Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“

London, Ontario

Bergur Ebbi skrifar

Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick's Sporting Goods verslunum og bílastæðum.

Ofurbónusar

Hörður Ægisson skrifar

Hvað er eðlilegt að greiða starfsmönnum mikið í bónus? Við því er ekki neitt einhlítt svar en ljóst er að fregnir af bónusum til handa örfáum stjórnendum gömlu bankanna hafa misboðið almenningi.

Sala bankanna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.

Umskipti við Eystrasalt

Þorvaldur Gylfason skrifar

Meðal frægustu Letta úti um heim er skákmeistarinn Mikhail Tal sem hét réttu nafni Mihails Tals. Öll lettnesk karlmannsnöfn, bæði fornöfn og eftirnöfn, enda á s að mér skilst. Tal vakti heimsathygli þegar hann sigraði Mikhail Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1960 og varð yngstur allra heimsmeistara fram að því, 23ja ára að aldri.

Höfum hátt

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu stúlknanna sem urðu fórnarlömb Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Robert Downey, fyrir réttlæti og bættu samfélagi.

Það er ekki til neitt sem heitir „hagsveifla“

Lars Christensen skrifar

Það stendur í Biblíunni (Fyrstu Mósebók 41:27) að "sjö mögru og ljótu kýrnar, sem á eftir hinum komu, merkja sjö ár, og sjö tómu öxin, sem skrælnuð voru af austanvindi, munu vera sjö hallærisár“.

Gegn einsleitni

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku.

Tekjublaðið

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er þessi tími ársins sem þjóðin eyðir einhverjum dögum í að skoða hverjir hafa hæstu tekjurnar, hafa það best og eiga flest og guð má vita hvað og sitt sýnist hverjum eins og gengur.

Við berum það sem við gerum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það blasir við nánast hverjum manni – nema ef til vill Róberti og lögmanni hans – að hann fær ekki "uppreist æru“ si svona, nema í þröngum lagaskilningi, og hugsanlega í litlum hópi vina og velunnara.

Dýrkeypt pjatt

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stúlku um miskabætur vegna atviks sem átti sér stað á sólbaðsstofu við Grensásveg. Um hádegisbil þann 11. apríl árið 2015 barst lögreglu tilkynning um að tvær stúlkur svæfu vímusvefni í ljósabekkjum stofunnar. Óskaði starfsfólk eftir að þær yrðu fjarlægðar.

Sjá næstu 50 greinar