Fleiri fréttir

Óafturkræf náttúruspjöll

Svavar Halldórsson skrifar

Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.

Skiptastjóri í klandri?

Skúli Gunnar Sigfússon skrifar

Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf., gerir í aðsendri grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember 2017 athugasemdir við þá staðreynd að undirritaður og fleiri hafa sent héraðssaksóknara kæru þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við starfshætti Sveins Andra sem skiptastjóra í þb. EK 1923.

Hvað er í pokunum?

Hermann Stefánsson skrifar

Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni.

Biðstofa dauðans!

Guðrún Matthíasdóttir skrifar

Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða.

Stígamót veiti fötluðum brotaþolum þjónustu eða skili fjármagninu

Snæbjörn Áki Friðriksson og Helga Baldvins- og Bjargardóttir skrifar

Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri.

Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn

Kári Stefánsson skrifar

Ágæta fólk, það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag.

Umburðarlyndi, samkennd og gleði

Nichole Leigh Mosty skrifar

Samfélag í stöðugri þróun er samfélag þar sem fólk stendur saman og styður við hvert annað.

Elsku Ragnar

Þorsteinn V. Einarsson skrifar

Nú hefur loksins komið upp á yfirborðið það áreiti, niðurlæging og ofbeldi sem konur eru beittar. Og ég er í algjöru áfalli.

Framsókn í utanríkismálum

Sigurður Þórðarson skrifar

Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands.

Höfum við virkilega efni á þessu?

Aron Leví Beck skrifar

Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir.

Ekkert að öfunda

Agnar Tómas Möller skrifar

Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum "krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“

Lífeyrissjóður unga fólksins

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftir­laun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið.

Áhrifavaldar er ekki tískuorð

Guðmundur Tómas Axelsson skrifar

Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influ­encer­ marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra.

Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi.

Ekki missa af framtíðinni

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða.

Menntun fyrir vinnufúsar hendur

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma.

Aðgerðaleysi …

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna.

Eiturefnahernaður í Arnarfirði

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.

Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar

Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar

Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar.

Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti

David A. Carrillo skrifar

Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi.

Smitvarnir innfluttra hunda

Árni Stefán Árnason skrifar

Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr.

Dagur mannréttinda barna er í dag

Erna Reynisdóttir skrifar

Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins.

Ekkert um okkur án okkar

Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar

Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf.

Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi

Davíð Snær Jónsson skrifar

Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir.

Verður framtíðinni slegið á frest?

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Í burðarliðnum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Formenn þessara flokka hafa talað um ríkisstjórn á "breiðum grunni“.

Samlokan opnuð

Sveinn Andri Sveinsson skrifar

Í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2017 var slegið upp í fimm dálka fyrirsögn frétt um það að Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, sem er skyndibitastaður sem selur samlokur, hefði kært undirritaðan lögmann og skiptastjóra EK1923 ehf til Héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir og einhvers konar þvinganir.

Samanburður á eplum og ljósaperum

Kristján Þ. Davíðsson skrifar

Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar af mannavöldum.

Við lifum í afbökuðum peningaheimi

Örn Karlsson skrifar

Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxta­paradísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið.

Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi

Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson og Sveinn Margeirsson skrifa

Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess.

Hagsmunir neytenda

Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins.

Hugsum til framtíðar

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka?

Gefum nemendum vængi

Ívar Halldórsson skrifar

Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa.

Viðhorf til gæludýra

Úrsúla Jünemann skrifar

Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja.

Iðnnám á háskólastig

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Í Fréttablaðinu þ. 16. nóv. s.l. er grein eftir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem hann kallar réttilega eftir aukinni virðingu fyrir iðnnámi. Mig langar í því sambandi að leggja nokkur orð í belg um námsfyrirkomulag á Íslandi almennt, sem snertir með beinum hætti ákall Sigurðar. Það snertir líka þann tilfinnanlega skort á ungmennum sem leggja iðnnám fyrir sig, sem er áhyggjuefni.

Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Jón Pétur Jónsson skrifar

Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll.

Brúin á milli vísinda og atvinnulífs

Einar Mäntylä skrifar

Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu.

Sýnum iðnnámi virðingu

Sigurður Hannesson skrifar

Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum.

Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun

Jónas Gunnar Einarsson skrifar

Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: "Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“

Í fótspor annarra

Þór Rögnvaldsson skrifar

Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta.

Pólitík stjórnsýslunar

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa.

Íslenska er okkar mál

Guðný Steinsdóttir skrifar

Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika.

Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss.

Sjá næstu 50 greinar