Fleiri fréttir

Eitthvað sem ég hef ekki fundið áður

Hörður Ágústsson skrifar

Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum.

Áhrifalausir þingmenn á óskilvirku Alþingi

Einar Brynjólfsson skrifar

Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga.

Blaðamenn og bankaleynd

Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar

Á undanförnum dögum hefur nokkuð borið á fullyrðingum um að bankaleynd taki ekki til fjölmiðla. Af því tilefni tel ég rétt að draga fram ákveðin atriði í þessu sambandi enda tel ég að slíkar fullyrðingar standist ekki.

Við stoppuðum partýið

Björt Ólafsdóttir skrifar

Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna

Bann við verðtryggingu er galin hugmynd

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð?

Skapandi og græn fjarheilbrigðisþjónusta

Óttarr Proppé skrifar

Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi er hröð þróun fjarheilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu sem er veitt í gegnum rafræn samskipti og margs konar tækni.

Lítilsvirðing af hálfu Reykjavíkurborgar

Hildur Bolladóttir skrifar

Fréttablaðið átti viðtal við mig á dögunum, en svo háttaði til um miðjan ágúst síðastliðinn að ég veiktist skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Við hjónin búum neðarlega á Skólavörðustíg og þar er okkar atvinnurekstur líka staðsettur.

Skýr svör til launafólks

Vésteinn Valgarðsson skrifar

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara.

Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla

Finnur Beck skrifar

Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga.

#Églíka

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda.

Geðsjúkdómar spyrja ekki um aldur

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar

Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem fólk á öllum aldri á ekki að þurfa að fela eða skammast sín fyrir. Þetta á einnig við um aldraða en stór hópur í samfélagi landsins fellur undir þann flokk.

Hættum að vandræðast með lyfin

Jakob Falur Garðarsson skrifar

Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið.

200 ára fæðingarhátíð

Karen Bergljót Knútsdóttir skrifar

Nú um helgina munu milljónir manna um allan heim halda hátíðlegt 200 ára fæðingarafmæli Bahá'u'lláh, höfundar bahá'í trúarinnar.

Alvöru kosningaeftirlit

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga.

Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun

Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar

Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun.

Einkavæðum innviði víðar

Guðmundur Edgarsson skrifar

Samtök iðnaðarins birtu nýverið skýrslu þar sem fram kom að um 400 milljarða vantaði í uppbyggingu innviða hér á landi. Nefnd voru dæmi eins og vegakerfið, hitaveitur og sorphirða auk ýmissa fasteigna á vegum hins opinbera. Tvennt vekur athygli í tengslum við umrædda skýrslu frá sjónarmiði frjálshyggju.

Mínútur um myndlist

Bjarki Bragason skrifar

Þessi brot eru hlutar af minningum um myndlistarverk sem ég hef séð, öll bara einu sinni og á frekar hraðri yfirferð um sýningar þar sem ég reyndi að ná inn sem mestu á sem skemmstum tíma, á sýningum með hundruðum verka eftir óteljandi listamenn. Samt sem áður hugsa ég um þessi verk daglega.

Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu.

Grætur gests auga

Phil Nuttridge skrifar

Það breytti lífi mínu að koma í fyrsta sinn til Íslands frá Oxford árið 2013. Síðan þá hef ég heimsótt Ísland þrettán sinnum en í ferðum mínum sinni ég ástríðu minni sem er náttúruljósmyndun. Fleiri Íslandsferðir eru á prjónunum en eftirlætisstaðir mínir á Íslandi eru á Vestfjörðum og þar standa Strandir upp úr.

Vinstri loforðin, um hvað snúast þau?

Áslaug Friðriksdóttir skrifar

Nú er hafin skörp og snörp kosningabarátta. Vinstri flokkarnir lofa öllu fögru í ýmsum málum, allt skal vera betra og fegurra undir þeirra stjórn. En hvernig birtist þessi stjórn okkur þar sem vinstri meirihluti er við völd?

Framtíð fyrir alla

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs.

Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni

Ásgeir R. Helgason skrifar

Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs.

Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum

Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar

Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd.

Staðan í húsnæðismálum

Dagur B. Eggertsson skrifar

Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir.

Tryggjum menntun – treystum velferð

Jón Atli Benediktsson skrifar

Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla.

Klárum verkið

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins.

Frelsi fjórða valdsins

Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar

Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa

Iðnnám er töff

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina.

Konur og fjármál

Dóra Sif Tynes skrifar

Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti.

Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum

Sævar Þór Jónsson skrifar

Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis.

Ófremdarástand í húsnæðismálum

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Ófremdarástand er í húsnæðismálum í Reykjavík eftir áralanga vanrækslu stjórnvalda þar sem hæst ber lóðaskort í Reykjavík. Ekki er óalgengt að krafist sé gífurlegra hárra upphæða í leigu – jafnvel 250 þúsund króna fyrir meðalstóra íbúð. Stór hópur fólks hefur ekki fjárhagslega burði til að vera á slíkum leigumarkaði.

Framtíð doktorsnáms á Íslandi

Védís Ragnheiðardóttir skrifar

Framtíðin er björt í vísindastarfi og rannsóknum á Íslandi ef marka má fjölda skráðra doktorsnema við Háskóla Íslands.

Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka

Hilmar J. Malmquist skrifar

Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla

Elvar Örn Arason skrifar

Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu.

Takk fyrir hlýjar móttökur

Michael Mann skrifar

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í síðasta mánuði að færa herra Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf mitt sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ég vanmet ekki forréttindin sem í því felast að gegna þessu starfi. Um þessar mundir eru spennandi tímar til að starfa fyrir ESB.

Karlar, nú stoppum við hver annan!

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir.

Hvenær, af hverjum og á hvaða verði

Kári Stefánsson skrifar

Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina.

Á höllum brauðfæti?

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.

Sjá næstu 50 greinar