Fleiri fréttir

Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla

Elvar Örn Arason skrifar

Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu.

Takk fyrir hlýjar móttökur

Michael Mann skrifar

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í síðasta mánuði að færa herra Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf mitt sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ég vanmet ekki forréttindin sem í því felast að gegna þessu starfi. Um þessar mundir eru spennandi tímar til að starfa fyrir ESB.

Karlar, nú stoppum við hver annan!

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir.

Hvenær, af hverjum og á hvaða verði

Kári Stefánsson skrifar

Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina.

Á höllum brauðfæti?

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Þessa dagana er því mjög haldið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi á brauðfótum, sé komið að fótum fram, standi höllum fæti. Það er að hluta til satt, en að hluta til hreinasta fjarstæða.

Eldra fólk í forgang

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni.

Viðreisn þorir, þorir þú?

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Frítekjumarkið burt

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað.

Flokkur tiltekinna einstaklinga

Gunnar Árnason skrifar

Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila.

Enn einu sinni: Fátækt er ekki aumingjaskapur!

Ásta Dís Guðjónsdóttir og Laufey Ólafsdóttir skrifar

Fátækt er ekki persónueinkenni heldur lýsir hún félags- og efnahagslegum aðstæðum sem einstaklingur býr við. Fólk sem býr við fátækt er jafn megnugt og aðrir í samfélaginu. Það þarf hins vegar að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr og fá að standa jafnfætis öðrum.

Áskorun til forystumanna flokkanna

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Kæri frambjóðandi til Alþingis Senn líður að kosningum og Afstaða, félag fanga, óskar eftir því að flokkur þinn setji málefni fanga á stefnuskrá sína. Í gegnum árin hefur félagið átt í góðu samstarfi við þingmenn og þingnefndir og er kominn tími til að umræða um fangelsismál fái meira vægi, og að stjórnmálaflokkar setji sér raunhæfa stefnu í málaflokknum.

Milli steins og sleggju

María Rún Þrándardóttir skrifar

Mikilvægi lista og annarra skapandi greina í samfélaginu er óumdeilanlegt.

Fátækt er pólitísk ákvörðun

Vilborg Oddsdóttir skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem er að útrýma fátækt fyrir árið 2030.

Gervigóðæri

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Nú fer að ljúka nokkurra mánaða leyfi sem ég tók mér frá löggunni. Ég skipti úr svarta gallanum yfir í blá jakkaföt og fór að þjóna farþegum í flugvélum Icelandair.

Almenningur borgar alltaf fyrir skattahækkanir

Jóhannes Stefánsson skrifar

Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi.

Hagstjórnin og kvennastéttir

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið.

Par+barn: ástarþríhyrningurinn þegar tveir verða þrír

Sigrún Júlíusdóttir skrifar

Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu.

Þjóð veit þá þrír vita

Telma Tómasson skrifar

Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál.

Um hvað snúast kosningarnar?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur.

Þá er það komið á hreint - Niðurfelling tolla og vörugjalda skilaði sér til neytenda

Andrés Magnússon skrifar

"Það er tilgangslaust að fella niður tolla og vörugjöld, verslunin skilar slíku aldrei til neytenda.“ Þessa setningu og margar aðrar í svipuðum dúr hefur oft mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin ár, eða allt frá því að áform þáverandi stjórnvalda um afnám almennra vörugjalda og tolla voru kunngjörð haustið 2014.

Að þeir fái mest sem helst þurfa

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á.

Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK!

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar.

Framsóknarfólk velkomið

Daníel Þórarinsson skrifar

Þann 2. október sl. var ár liðið síðan Framsóknarflokkurinn ákvað á flokksþingi að fella sitjandi formann, sem leitt hafði flokkinn til mikils kosningasigurs þremur árum fyrr. Munur í atkvæðagreiðslunni var ekki mikill, 6-7%, svo þingheimur skiptist næstum í tvennt.

Gylfaginning

Lárus S. Lárusson skrifar

Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel.

Menning er máttarstoð

Sigurður Svavarsson og Hallgrímur Helgason skrifar

Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins.

Aðskiljum ríki og Bændasamtökin

Gylfi Ólafsson skrifar

Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september.

Eldra fólk í forgang

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar.

Ályktanir um Evrópumál

Jón Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála. Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum. Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla.

Að gefa dauðum hesti að éta

Ólafur Þorri Árnason Klein skrifar

Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega.

Barnabókin er svarið

Gunnar Helgason skrifar

Miðvikudaginn 4. október s.l. var haldið málþing undir nafninu: Barnabókin er svarið.

Er vont að vera ohf?

Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Árið 2006 var opinbera hlutafélagið Matvælarannsóknir Íslands (Matís) stofnað og tók félagið svo til starfa 1. janúar 2017.

Háskólamenntun í heimabyggð

Þórarinn Halldór Óðinsson skrifar

Á Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins.

Nýjar og skapandi áherslur í heilsugæslu

Óttarr Proppé skrifar

Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu.

Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi.

Um okkar dönsku stjórnarskrá

Hans Kristján Árnason skrifar

Árið 1849 var stjórnarskrá Danaveldis samin og samþykkt – eftir borgarastríð milli þjóðarinnar og konungsvaldsins.

Af áhuga sprettur árangur

Aron Valgeir Gunnlaugsson skrifar

Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum, í aðsendum greinum aðildarfélaga LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta, hefur undirfjármögnun háskólanna víðtækari áhrif en bara á nemendur.

Hugleiðingar á degi myndlistar

Katrín Oddsdóttir skrifar

Síðastliðið vor flutti ég erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra myndlistamanna. Þar komst ég að þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að mannréttindabrot fælist í því að myndlistamönnum væru ekki greidd laun fyrir sína vinnu.

Þróun á framhaldsskólastigi

Kolfinna Jóhannesdóttir skrifar

Í menntastefnu þeirri sem birtist í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og er útfærð í aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 var dregið verulega úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð á framhaldsskólastigi. Markmiðið var m.a. að draga úr brotthvarfi og stuðla að bættu námsgengi nemenda með því að auka fjölbreytni náms þannig að allir nemendur hefðu nám við hæfi.

Kynfrelsi og samþykki

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum.

Lögbindum leikskólann

Guðríður Arnardóttir skrifar

Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið.

Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum?

Helga Árnadóttir skrifar

Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári.

Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn

Hjördís Jónsdóttir skrifar

Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis.

Já, í alvöru

Elín M. Stefánsdóttir skrifar

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot.

Lýðræði

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Þið horfið ef til vill í kringum ykkur í þessu pólitíska landslagi sem boðið er upp á og hristið hausinn, ég get vel skilið það.

Sjá næstu 50 greinar