Fleiri fréttir

Til friðar

Ingi Bogi Bogason skrifar

Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvaxinn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóveraður á brjóst, um 10 sm í þvermál. Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lögvarinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis?

Maður er nefndur, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Í lok síðustu aldar bar svo við að viðtalsþættirnir Maður er nefndur voru til sýninga í sjónvarpi allra landsmanna. Sitt sýndist hverjum um gæði þáttanna, hverra stjórn var í höndum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Framleiðslan var í höndum félags sem bar heitið Alvís, hvers hagsmuna gætti Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrv. hæstaréttardómari.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll "leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð.

Hafið tekur ekki endalaust við

Björt Ólafsdóttir skrifar

Nýverið fór fram í New York hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þar voru saman komnir leiðtogar heims í umhverfisvernd og málefnum hafsins til að ræða leiðir til að hrinda í framkvæmd heimsmarkmiði SÞ nr. 14, sem lýtur að því að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt.

Um frekleg afskipti hins opinbera af jafnréttismálum

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði og mælist konum í óhag er staðreynd hér á landi. Þetta hefur verið sannreynt í fjölmörgum rannsóknum og könnunum sem staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Besta útgáfan af þér

Styrkleikar okkar eru sagðir okkur eins eðlilegir og það að draga andann og þeir drífa okkur áfram. En þekkja allir helstu styrkleika sína?

Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði?

Björgvin Guðmundsson skrifar

Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum.

Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieldtvedt skrifar

Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum.

Upprætum ofbeldi gegn börnum

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum.

Er í lagi að ráðherrar ljúgi?

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta.

Fimm ára úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun ríkisins

Þorsteinn Gunnarsson skrifar

Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur.

Valdefling stúlkna í Malaví

Guðný Nielsen skrifar

Fyrir rétt tæpu ári síðan sat ég fund þorpsbúa lítils þorps í Chikwawa-héraði í Malaví þar sem ung móðir óskaði aðstoðar Rauða krossins við að fæða fjölskyldu sína. Hún hafði fundið sig knúna til þess að veita karlmönnum aðgang að táningsdóttur sinni í skiptum fyrir mat. Fleiri mæður stóðu upp og tóku undir. Það er sorgleg staðreynd að fátækt bitnar mest á stúlkum og konum.

Samfélagið og annað tækifæri

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum.

Júdasar í Jökulfjörðum

Þröstur Ólafsson skrifar

Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans.

Brask og bakreikningar

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki.

101 kvenréttindadagur

Kristín Ástgeirsdóttir skrifar

Kvenréttindadagurinn er runninn upp í 101. sinn. Það var 19. júní árið 1915 sem Danakonungur undirritað lögin sem veittu íslenskum konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 1916, lengi vel með fjáröflun til Landspítalasjóðsins en íslenskar konur ákváðu að safna fé til byggingar Landspítala í minningu kosningaréttarins.

Grá fyrir járnum

Líf Magneudóttir skrifar

Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref.

Eigum við að hætta að nota hjólið?

Þórir Stephensen skrifar

Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að "dekk“ hafi losnað undan farartækjum og valdið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það "dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið "framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans.

Grimmur húsbóndi

Bubbi Morthens skrifar

Bubbi Morthens fjallar um það þegar óttinn tekur völdin.

Þið eruð ekki velkomnar

Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Tilefni þessara skrifa er grein Katrínar Helgu Andrésdóttur og gagnrýni sem hún hlaut í fésbókarstatus Loga Pedro Stefánssonar.

Alzheimer

Guðjón S. Brjánsson skrifar

Á síðustu dögum Alþingis var samþykkt með 63 greiddum atkvæðum þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ísland hefur til þessa verið eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa mótað heildstæða stefnu í málefnum fólks með þennan hrörnunarsjúkdóm og eina norræna ríkið.

Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri?

Björgvin Guðmundsson skrifar

Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum?

Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum.

Hljómvangur: Merkileg tímamót

Þorleifur Hauksson skrifar

Foreldrar flytja heim frá Svíþjóð sumarið 1990 með þrjú börn. Miðbarnið er 8 ára drengur með Downs heilkenni. Hann er líkamlega og félagslega vel á sig kominn, glaður, tilfinninganæmur, félagslyndur, en skortir mál til að gera sig skiljanlegan öðrum en þeim sem þekkja hann náið. Við taka ófyrirséðir erfiðleikar við að tryggja þessu barni viðunandi þjónustu.

1.500 heimilislæknar í Hörpu

Þórarinn Ingólfsson skrifar

Heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir miklum áskorunum og eru ekki að uppfylla væntingar almennings. Það gætir óþolinmæði hjá almenningi þegar heilbrigðisþjónustan nær ekki markmiðum sínum. Flestir eru sammála um að heilbrigðiskerfin þurfi að bregðast við þessum áskorunum hraðar og betur.

Kaupfélag Þingeyinga

Jón Sigurðsson skrifar

Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma.

Betri þjónusta Strætó

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó.

Múrsteinar í sýndarveruleika

Sigurður Ragnarsson skrifar

We don't need no education fluttu Pink Floyd hér um árið í sínu frábæra lagi Another brick in the wall. Það er ekki tilefni orða minna að rýna sérstaklega í textann að öðru leyti en því að nám hefur þróast mikið síðan lagið kom út fyrir nálægt 40 árum og kannski hafa höfundar skipt um skoðun?

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

Þórarinn Hjartarson skrifar

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.

Fimm hundruð milljón kíló

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.

Til hamingju Grunnskóli Seltjarnarness

Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar

Á meðan árangur íslenskra nemenda hefur í heild legið niður á við í PISA-könnunum undanfarinn áratug hefur árangur nemenda við Grunnskóla Seltjarnarness verið á uppleið og aldrei mælst betri en í nýjustu könnuninni, sem lögð var fyrir vorið 2015.

Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum.

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Sölvi Blöndal skrifar

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

"Mikið borði“

Torfi Tulinius skrifar

Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið "mikill borði“, orðtak úr máli farmanna.

Reikigjöldin heyra sögunni til

Ólafur Arnarson skrifar

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi.

Voru þrælarnir auðlind?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.

Undarlegir atburðir við þinglok

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Þegar mál eru "keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss konar mistaka við lagasetningu. Stundum eru það "tæknileg mistök“ sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir ábendingar dómstóla. En stundum eru afgreidd mál sem eru óskynsamleg og líkleg til að vinna gegn markmiðunum sem þeim er ætlað að ná.

Afhjúpandi áætlun

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga.

Sjá næstu 50 greinar