Fleiri fréttir

Kaupfélag Þingeyinga

Jón Sigurðsson skrifar

Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma.

Betri þjónusta Strætó

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó.

Múrsteinar í sýndarveruleika

Sigurður Ragnarsson skrifar

We don't need no education fluttu Pink Floyd hér um árið í sínu frábæra lagi Another brick in the wall. Það er ekki tilefni orða minna að rýna sérstaklega í textann að öðru leyti en því að nám hefur þróast mikið síðan lagið kom út fyrir nálægt 40 árum og kannski hafa höfundar skipt um skoðun?

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

Þórarinn Hjartarson skrifar

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.

Fimm hundruð milljón kíló

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring.

Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti

Pálmi Gunnarsson skrifar

Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum

Heilbrigð skynsemi, ráðherra

Gunnar Árnason skrifar

Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn.

Til hamingju Grunnskóli Seltjarnarness

Sigrún Edda Jónsdóttir skrifar

Á meðan árangur íslenskra nemenda hefur í heild legið niður á við í PISA-könnunum undanfarinn áratug hefur árangur nemenda við Grunnskóla Seltjarnarness verið á uppleið og aldrei mælst betri en í nýjustu könnuninni, sem lögð var fyrir vorið 2015.

Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum.

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Sölvi Blöndal skrifar

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

"Mikið borði“

Torfi Tulinius skrifar

Gissur Þorvaldsson slapp naumlega úr Flugumýrarbrennu 1253 en missti konu og þrjá syni. Skaðinn var mikill en Gissur safnaði liði, hefndi sín og hélt reisn. Í Sturlungu segir að Gissur hafi verið "mikill borði“, orðtak úr máli farmanna.

Reikigjöldin heyra sögunni til

Ólafur Arnarson skrifar

Frá og með 15. júní heyra reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Framvegis geta Evrópubúar notað símann sinn í öllum löndum EES, hvort sem um er að ræða mínútur, SMS eða gagnamagn, á nákvæmlega sömu kjörum og í sínu heimalandi.

Voru þrælarnir auðlind?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.

Undarlegir atburðir við þinglok

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Þegar mál eru "keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss konar mistaka við lagasetningu. Stundum eru það "tæknileg mistök“ sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir ábendingar dómstóla. En stundum eru afgreidd mál sem eru óskynsamleg og líkleg til að vinna gegn markmiðunum sem þeim er ætlað að ná.

Afhjúpandi áætlun

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga.

Minna fúsk?

Birgir Hermannsson skrifar

Minna fúsk, meiri Björt framtíð! var slagorð Bjartrar framtíðar í síðustu kosningabaráttu.

Áfram Boot Camp!

Ívar Halldórsson skrifar

Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu!

Óstöðugleiki krónunnar vandamál

Ingólfur Bender skrifar

Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum.

Að auka ójöfnuð!

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er.

Setjum hjartað í málið

Bubbi Morthens skrifar

Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru "oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa "guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt "guð minn góður“!

Orð í tíma töluð

Hjörleifur Hallgrímsson skrifar

"Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu.

Rauð nef skipta máli

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Dagur rauða nefsins er í dag! Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna – en er það því miður alltof oft ekki. Með því að setja upp #rauttnef lýsir fólk yfir stuðningi við réttindi barna á heimsvísu og deilir þeirri sannfæringu að öll börn eigi rétt á góðu og hamingjuríku lífi, hvar í heiminum sem þau kunna að hafa fæðst.

Er skjárinn að skelfa þig?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á.

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar

Marta Guðjónsdóttir skrifar

Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast.

Aðhald eða einkafjármagn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum.

Hollvinavæðing

Ögmundur Bjarnason skrifar

Eitt af því sem vekur eftirtekt þegar snúið er heim eftir langdvalir í nágrannaríkjum eru tíðar fégjafir íslensks almennings til grundvallarsamfélagsþjónustu. Stöðugt berast fregnir af ölmusu félagssamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til svokallaðra ríkisstofnana.

Áhrif erfðamengunar á villta laxastofna

Arnar Pálsson skrifar

Erfðamengun verður við blöndun alidýra og villtra ættingja þeirra. Hún leiðir til minni lífslíka blendinganna og hefur neikvæð áhrif á viðgang villtra tegunda. Erfðamengun er ólík annarri mengun, því hún einskorðast við tegundir sem geta æxlast við tiltekin eldisdýr eða plöntur.

Að láta hjartað eða skynsemina ráða

Hulda Vigdísardóttir skrifar

"Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. "Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram.

Sjálfbær nýting íslenska þorskstofnsins

Kristján Þórarinsson skrifar

Vel heppnuð endurreisn íslenska þorskstofnsins er, að mínu mati, langmikilvægasti árangur á sviði sjálfbærni sem náðst hefur í stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum.

Framtíð íslenskrar tungu

Tryggvi Gíslason skrifar

Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect.

Varúð: Kona undir stýri!

Rakel Sveinsdóttir skrifar

Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn.

Beint lýðræði í menntamálum

Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar

Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli.

Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: "Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“

Ráðherra á refilstigum

Þröstur Ólafsson skrifar

Það er athyglisvert að hlusta á utanríkisráðherra lýðveldisins ræða um málefni granna okkar í Evrópu. Það fer ekki á milli mála að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga við mikil talmein að stríða þegar þeir þurfa að minnast á ESB án þess að hreyta úr sér ónotum eða skammaryrðum.

Tröppur á hjúkrunarheimili

Sesselja Guðmundsdóttir skrifar

Móðir mín (94 ára) fór á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík fyrir um tveimur mánuðum og var búin að bíða eftir vist í nokkur ár. Heimilið er ríkisrekið. Þar eru enn tveggja manna herbergi þannig að móðir mín deilir litlu herbergi með ókunnri konu.

Ekki vera fáviti

Bergsteinn Jónsson skrifar

„Borg verður óbyggðir, barnið er stuck þar,“ syngur Kött Grá Pje í lagi dags rauða nefsins og vísar til milljóna barna sem eru fórnarlömb átaka og ofsókna um allan heim.

Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar

Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar

Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum.

Raunveruleg verðmætasköpun til framtíðar

Kristian Matthiasson skrifar

Hér á Vestfjörðum hefur okkur hjá Arnarlaxi tekist að skapa fjölbreytt störf í verðmætri uppbyggingu án þess að fá styrki, lán né aðrar ívilnanir frá ríki eða sveitarfélögum.

Vanlíðan ungmenna á Íslandi og menntamálayfirvöld

Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar

Í nýlegri rannsókn kemur fram að kvíði og þunglyndi séu að aukast meðal ungmenna á Íslandi. Margar ástæður eru eflaust fyrir þessu en ýmislegt bendir til að yfirvöld hjálpi ekki til.

Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni.

Heppin þjóð

Kári Stefánsson skrifar

Við hefðum getað endað með núverandi stjórnarandstöðu í ríkisstjórn og það er staðreynd að þótt ríkisstjórnin sé býsna slöpp er stjórnarandstaðan líklega verri.

Sjá næstu 50 greinar