Fleiri fréttir

Landið okkar góða, þú og ég

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki.

Hagsmunir neytenda

Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins.

Hjartað og heilinn

Frosti Logason skrifar

Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég verið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur.

Hugsum til framtíðar

Arnar Páll Guðmundsson skrifar

Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka?

Gefum nemendum vængi

Ívar Halldórsson skrifar

Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa.

Viðhorf til gæludýra

Úrsúla Jünemann skrifar

Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja.

Iðnnám á háskólastig

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Í Fréttablaðinu þ. 16. nóv. s.l. er grein eftir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem hann kallar réttilega eftir aukinni virðingu fyrir iðnnámi. Mig langar í því sambandi að leggja nokkur orð í belg um námsfyrirkomulag á Íslandi almennt, sem snertir með beinum hætti ákall Sigurðar. Það snertir líka þann tilfinnanlega skort á ungmennum sem leggja iðnnám fyrir sig, sem er áhyggjuefni.

Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Jón Pétur Jónsson skrifar

Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll.

Brúin á milli vísinda og atvinnulífs

Einar Mäntylä skrifar

Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu.

Sýnum iðnnámi virðingu

Sigurður Hannesson skrifar

Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum.

Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun

Jónas Gunnar Einarsson skrifar

Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: "Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“

Í fótspor annarra

Þór Rögnvaldsson skrifar

Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta.

Vertu úti

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er margt fólgið í því að eiga sér mannsæmandi líf í nútíma samfélagi. Að eiga til hnífs og skeiðar, hafa þak yfir höfuðið, tækifæri til menntunar, rétt til starfa og eiga þess kost að lifa eins og manneskja í félagsskap við aðrar slíkar.

Kórar Íslands

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum.

Pólitík stjórnsýslunar

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þegar Samtök umgengnisforeldra (áður Samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð árið 2012 var eitt helsta markmið samtakanna að knýja fram breytingar á almannaskráningu svo að umgengnisforeldrar yrðu skráðir sem foreldrar í þjóðskrá, m.a. svo að þjóðfélagshópurinn yrði rannsóknarhæfur í samanburðarrannsóknum ólíkra þjóðfélagshópa.

Íslenska er okkar mál

Guðný Steinsdóttir skrifar

Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika.

Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss.

Ellismellir á Alþingi!

Ingimundur Gíslason skrifar

Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda einstaklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri?

Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða

Ingólfur Bender skrifar

Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum.

Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur

Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar

Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli?

Besta ár sögunnar?

Sigrún Hjartardóttir skrifar

Það hefur varla farið fram hjá neinum núlifandi Íslendingi að ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum vaxið frá því að vera nokkurs konar sumarvertíð yfir í að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar.

Þau í dag – við á morgun

Sindri Geir Óskarsson skrifar

Myndu börnin mín kalla sig Þingeyinga þegar þau verða fullorðin ef við þyrftum að flýja sveitina okkar fögru í dag vegna loftslagsbreytinga? Þau eru tveggja og fjögurra ára gömul og myndu eiga minningar úr sveitinni, allavega minningar af sögum okkar foreldranna, sögum frá ömmu og afa.

Valdsvið stjórnvalda og íþróttahreyfingar

Birgir Guðjónsson skrifar

Í fróðlegri grein í Fréttablaðinu 31.7. sl. skrifa tveir lögspekingar um "Ábyrgð ríkisins á íþróttahreyfingunni“ vegna ábendingar EFTA á meintum brotum Körfuboltasambands Íslands á EES-reglum um frjálsa för launþega.

Þvert á línuna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefði mjög breiða skírskotun í þjóðfélaginu enda yrði hún mynduð þvert á hið pólitíska landslag.

Ég trúi

Telma Tómasson skrifar

Hvað trúir þú á, ef ekki guð?“ spyr predikari forviða, hvessir á mig augun, röddin höst. Ágætis spurning í upptakti jólaflóðs.

Reiði, gleði og blendnar tilfinningar

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á samfélagið okkar, ég er nýkominn frá kosningabaráttu og kosningum þarsem að flokki mínum var snyrtilega hafnað af kjósendum.

Til hagsmunaaðila HÖRPU

Gunnar Guðjónsson skrifar

Menning er uppspretta, ekki verkfæri. Hún skilar sér með margvíslegum hætti út í samfélagið sem ekki er alltaf hægt að endurspegla í stöðluðu Excel-skjali um inn- og útstreymi fjármagns eða með nákvæmlega hvaða hætti ákveðið fjármagn skilar sér til baka til aðstandenda viðburða.

Ánægjuleg samstaða – ömurleg umræða

Arna Guðmundsdóttir skrifar

Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags.

Flóttamannavegurinn

Jón Pétur Jónsson skrifar

Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars.

Byltingin í Rússlandi 1917

Gylfi Páll Hersir skrifar

Um þessar mundir, nánar tiltekið 7. nóvember, er liðin heil öld frá byltingunni í Rússlandi - sögulega séð mikilvægasta atburði síðustu aldar ásamt byltingunni á Kúbu. Í fyrsta skipti í sögunni voru völdin hrifsuð úr höndum ráðastéttarinnar og vinnandi stéttir hófu uppbyggingu samfélags sem grundvallast á alþýðufólki en ekki hagsmunum eignastéttarinnar.

Eins og klóakrennsli frá 1,1 milljón manns

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi fiskeldisstöðva má reikna með að frá hverju tonni í laxeldi komi skólp sem er á við "klóakrennsli frá 8 manns“. Til að setja þessa tölu í samhengi þá væri "klóakrennsli“ frá 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi á við 240.000 manna byggð.

Breyttir tímar

Magnús Guðmundsson skrifar

Þvinganir, hótanir, áreitni, niðurlæging, ofbeldi, útilokun. Þetta er veruleiki kvenna og enginn getur lengur horft í hina áttina. Konum er nóg boðið og þær hafa fundið styrk sinn í sannleikanum og samstöðunni.

Áfram Agnes

Benedikt Bóas skrifar

Lögfræðingur prests sem hefur verið sakaður um kynferðislegar áreitni í þremur tilvikum ritaði fyndið bréf sem birtist í gær.

Davíð þó

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu.

Meinsemdin dulið eignarhald

Sigurður Magnason skrifar

Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu.

Úldnar leifar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Þjónkun almannavalds við sérhagsmuni í okkar heimshluta er hvergi augljósari en í Bandaríkjunum. Þar er lífi fólks teflt í tvísýnu á hverjum degi í nafni úreltrar byssumenningar, úldnum leifum frá tímum villta vestursins.

Varðandi Robert Marshall

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Einkenni á fallegu og góðu samfélagi finnst mér vera þetta: Allar manneskjur geta verið þær sjálfar, notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu. Fólk getur fundið sér sinn farveg og átt innihaldsríkt líf á sínum forsendum. Allar manneskjur eiga að fá tækifæri, helst fullt af tækifærum, til að gera það sem þær eru bestar í. Það er frábært samfélag.

Jákvæðni, já takk!

Óttar Guðmundsson skrifar

Með aukinni færni þjóðarinnar á samfélagsmiðlum hefur neikvæðni aukist til muna. Menn hafa allt á hornum sér í kommentakerfunum og reglulega "logar netið“ af sameiginlegri hneykslun og reiði.

Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi

Sigurlaug G. Ingólfsdóttir skrifar

Hvaðan kemur heimskan á bak við þetta? Víst að Alþingi leyfir greinilega metna öryrkja, sem sagt metna óstarfhæfa einstaklinga að taka að sér og hefja starf á Alþingi, burt séð frá því hversu lítið/mikið þeim mun takast að sinna starfi sínu – hvað er það sem hefur þá valdið því að það er ekki fyrr en árið 2017 sem öryrkjar komast á þing og verða þar með hátekjulaunaðir öryrkjar? Sennilegast hafa þeir aldrei reynt það fyrr.

Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla?

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar

Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um börn á svokölluðum vespum og höfum við því brugðist við með útgáfu einblöðungs sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi.

Sjá næstu 50 greinar