Fleiri fréttir

Æran fæst hvorki keypt né afhent

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sóma­tilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur.

Skólaljóðin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Skólaljóðin voru með öðrum orðum barn síns tíma, stórgölluð bók á ýmsan máta og hlaut að vekja sífellt andsvar, jafnvel kalla á uppreisn. En þessi bók hafði einhverja töfra.

Velferðin í forgangi

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa.

Öryrkjar eru ekki óþokkar

Ívar Halldórsson skrifar

Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina.

Sleppt og haldið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Listin að vera plebbi

Logi Bergmann skrifar

Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: "Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“

Farsæll forseti

Óttar Guðmundsson skrifar

Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir.

London, Ontario

Bergur Ebbi skrifar

Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick's Sporting Goods verslunum og bílastæðum.

Staðlað jafnrétti

María Bjarnadóttir skrifar

Nýleg lög frá Alþingi hafa vakið heimsathygli og verið fagnað sem enn einum stórslagaranum frá landinu sem er margfaldur og ríkjandi heimsmeistari í jafnrétti. Lög um jafnlaunastaðal hafa þó fengið misjafnari viðtökur heima fyrir.

Verð ég að hafa sömu skoðun og þú?

Árný Björg Jóhannsdóttir skrifar

Öll erum við einstaklingar með huga og hjarta, myndum okkur skoðanir á flestum hlutum í lífinu af því að við erum þátttakendur í því. Mjög eðlilegt og þroskandi.

Ofurbónusar

Hörður Ægisson skrifar

Hvað er eðlilegt að greiða starfsmönnum mikið í bónus? Við því er ekki neitt einhlítt svar en ljóst er að fregnir af bónusum til handa örfáum stjórnendum gömlu bankanna hafa misboðið almenningi.

Róttækni er þörf

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra.

Sala bankanna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.

Umskipti við Eystrasalt

Þorvaldur Gylfason skrifar

Meðal frægustu Letta úti um heim er skákmeistarinn Mikhail Tal sem hét réttu nafni Mihails Tals. Öll lettnesk karlmannsnöfn, bæði fornöfn og eftirnöfn, enda á s að mér skilst. Tal vakti heimsathygli þegar hann sigraði Mikhail Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1960 og varð yngstur allra heimsmeistara fram að því, 23ja ára að aldri.

Geri þetta bara á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Ég sló garðinn í fyrradag. Ykkur er alveg frjálst að standa upp frá morgunkorninu og klappa augnablik áður en lestri er haldið áfram. Þetta tók sinn tíma að gerast enda hef ég verið haldinn ævintýralegri frestunaráráttu í mörg ár.

Framtíð okkar í fiskeldi

Kristján Andri Guðjónsson skrifar

Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót.

„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“

Hildur Knútsdóttir skrifar

Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga.

Björgum ungu konunum

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik.

Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar

Helgi Thorarensen skrifar

Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum.

Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt?

Svanur Kristjánsson skrifar

Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: "Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“

Einokun einkabílsins

Eva H. Baldursdóttir skrifar

Aðgerðir innan Reykjavíkur undanfarinna ára hafa miðað að því að þróa borgina þannig að hún sé betri borg hvað almenningssamgöngur varðar. Umræður um samgöngumálin hafa dregist í hægri vinstri dilka með þeim afleiðingum að sumir, einkum hægra megin, telja sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn.

Neytendasamtökin vinna fyrir þig

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda.

Efnahagslegur ójöfnuður er vont mál

Forsetar Alþýðusambanda allra Norðurlandanna skrifar

Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, skrifuðum í fyrrasumar grein sem birtist á síðum dagblaða á Norðurlöndum undir yfirskriftinni "Rödd Norðurlanda þarf að heyrast“. Skilaboð okkar voru skýr. Áhuginn á norræna líkaninu er mikill á alþjóðlegum vettvangi.

Höfum hátt

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu stúlknanna sem urðu fórnarlömb Róberts Árna Hreiðarssonar, nú Robert Downey, fyrir réttlæti og bættu samfélagi.

Stelpur sem hata á sér píkuna

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Hún vakti nokkra athygli í vikunni, umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita nú í auknum mæli til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki útlit kynfæra sinna. Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna.

Ertu leiðtogi af gamla skólanum?

Rúna Magnúsdóttir skrifar

Hvort sem þú ert að leiða teymi, deild, heilt fyrirtæki eða stofnun, þá hefur þú alltaf val. Þú getur valið um að vera leiðtogi af gamla eða nýja skólanum. Hvort ert þú?

Það er ekki til neitt sem heitir „hagsveifla“

Lars Christensen skrifar

Það stendur í Biblíunni (Fyrstu Mósebók 41:27) að "sjö mögru og ljótu kýrnar, sem á eftir hinum komu, merkja sjö ár, og sjö tómu öxin, sem skrælnuð voru af austanvindi, munu vera sjö hallærisár“.

Júdas, lax og Símon

Pétur G. Markan skrifar

Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum.

Gerum kröfu um styttri vinnuviku

Guðríður Arnardóttir skrifar

Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags.

Gegn einsleitni

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku.

Trúir þú á tylliástæður?

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur.

Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist

Hulda Björk Halldórsdóttir skrifar

Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur.

Vanmetin Costco-áhrif?

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið.

Skattsvikin og þjóðmálaumræðan

Bolli Héðinsson skrifar

Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga.

Tekjublaðið

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er þessi tími ársins sem þjóðin eyðir einhverjum dögum í að skoða hverjir hafa hæstu tekjurnar, hafa það best og eiga flest og guð má vita hvað og sitt sýnist hverjum eins og gengur.

Við berum það sem við gerum

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það blasir við nánast hverjum manni – nema ef til vill Róberti og lögmanni hans – að hann fær ekki "uppreist æru“ si svona, nema í þröngum lagaskilningi, og hugsanlega í litlum hópi vina og velunnara.

Refsa fyrst, spyrja svo?

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið.

Kjarasamningar í ferðaþjónustu

Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar

Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi "skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu

Sjá næstu 50 greinar