Fleiri fréttir

Förum út fyrir kassann með því að segja sannleika

Reykjavíkurdætur frumsýna í kvöld nýjan rappleik í samstarfi við Borgarleikhúsið sem eftirlét þeim svið og loforð um enga ritskoðun. Þuríður Blær Jóhannsdóttir er leikkona við húsið og ein Reykjavíkurdætra.

Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti

Umbúðir, notuð föt og fleira sem fallið hefur til í daglegu lífi listamannsins Aðalsteins Þórssonar um árin verður honum að yrkisefni eins og sýningin Einkasafnið í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, vitnar um.

Markmiðið er að græða eins mikið og hægt er

Geðhjálp stendur í dag fyrir sýningu á heimildarmyndinni Dánarorsök óþekkt, eftir norska leikstjórann Anniken Hoel, sem fjallar um sjúkdóms- og lyfjavæðingu nútíma samfélags.

Dásamlegt að geta bara búið til bíó

Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.

Spennumynd með draugaívafi

Lesendum Ég man þig rann kalt vatn milli skinns og hörunds í svæsnum köflum. Kvikmynd eftir sögunni er frumsýnd í kvöld.

Allir brosandi út að eyrum á opnuninni

Verk Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu prýða nú veggi Vestursalar Kjarvalsstaða á Klambratúni. Sýningin heitir Kyrrð og Jón Proppé er sýningarstjóri.

Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða

Unnur Jökulsdóttir rithöfundur hefur skoðað heiminn betur en flestir og lifað forvitnilegu lífi. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns sem hún segir sitt framlag til þess opna augu fólks fyrir lífríkinu og undraveröld náttúrunnar.

Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður hefur bæst í hóp listamanna i8 Gallerís á Tryggvagötu 16. Fyrsta einkasýning hennar þar verður opnuð síðdegis í dag og nefnist hún a) b) c) d) e) & f).

Frá risaturnum til torfbæja

Farþegarnir setjast um borð í lestarvagninn sem rennur rólega af stað. Leiðin liggur upp í mót með skrúfgangi upp í 200 metra hæð. Ferðalagið tekur tuttugu mínútur, en allir kæra sig kollótta um það enda útsýnið stórkostlegt úr stálgrindarturninum.

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hafin

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur var sett í gær fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Hátíðin stendur til sunnudagsins 30. apríl og verður fjölbreytt dagskrá alla dagana um borgina.

Halldóra fær verðlaun ESB

Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler.

Dropinn holar augasteininn

Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir bandarísk 20. aldar tónskáld í Norræna húsinu á morgun, 23. apríl, klukkan 15:15.

Sýningin sem kom skemmtilega á óvart

Dansverkið Grrrrls eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og stóran hóp af unglingsstelpum hefur hlotið óvænta velgengni á árinu, hátt í þúsund manns hafa séð verkið. Í verkinu leitar ­Ásrún svara við spurningum um hvernig það er að vera ung

Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu

Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta.

Daniel Blake er rödd allra þeirra sem ganga á vegg

I, Daniel Blake, nýjasta mynd leikstjórans Kens Loach, hlaut bæði Gullpálma og BAFTA-verðlaun. Rebecca O'Brien, framleiðandi myndarinnar, segir að ástæðan sé sú að myndin eigi áríðandi erindi við samfélagið.

Tinni, komdu upp í Mosó

Listamaðurinn Ísak Óli Sævarsson er með myndir sem hann málar upp úr Tinnabókunum á sýningunni Tinni í túninu heima sem hann opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag.

Gáfum allt í Elly

Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason.

Maður kíkir undir skrápinn og við blasir ótrúleg eymd

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri leggur um þessar mundir lokahönd á sýninguna Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu. Þorleifur hefur sterkar skoðanir á leikhúsinu, tilgangi þess og því samfélagi sem það fóstrar.

Myndlistin skapar sjálfsmynd okkar sem þjóðar

Á sýningunni Fjársjóður þjóðar sem opnuð verður á laugardaginn er úrval verka úr safneign Listasafns Íslands, sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga.

Gefa út veglegt rit um elsta manntal heims

Þjóðskjalasafnið er 135 ára í dag og af því tilefni er gefið út rit um Manntalið 1703 sem dönsk stjórnvöld ákváðu að framkvæma. Það er elsta varðveitta manntal í heiminum sem nær til allra íbúa í heilu landi.

Passíusálmarnir nær djassinum en margir halda

Fyrirlestur og tvennir tónleikar á einni viku er á meðal þess sem stendur fyrir dyrum hjá Önnu Grétu Sigurðardóttur djasspíanista sem er hér í stuttu stoppi frá framhaldsnámi í Stokkhólmi.

Losna við að hafa áhyggjur af myndbyggingu

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur, opnar sýninguna Málverk/12 rendur í Hannesarholti við Grundarstíg í dag en fjórtán ár eru liðin síðan hann sýndi síðast málverk sín í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir