Fleiri fréttir

Magnþrungin saga hetjudáða og kraftaverka

Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu.

 Klisjur sem virkuðu

Mínímalísk tónlist, væmin og klisjukennd en snyrtilega sett fram; flutningurinn var magnaður og útsetningarnar flottar.

Stórkostlegur endir á flottum þríleik

Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því að upprunalega Apaplánetu-myndin með Charlton Heston leit dagsins ljós. Það sem byrjaði í fyrstu sem sjálfstæð aðlögun á skáldsögu höfundarins Pierre Boulle varð fljótt að vinsælum myndaflokki, sem hefur þróast merkilega síðan þá, rétt eins og tæknin og aðferðirnar sem hafa farið í það að gæða apana lífi.

Skemmtilegur ferðafélagi

Margar áhugaverðar og skemmtilegar sögur en aðrar síðri en heildin þó tilvalinn ferðafélagi í sumar.

Stundum heppin, stundum ekki

Verk með nokkrum útvörpum eftir John Cage og spuni Davíðs Þórs Jónssonar kom ágætlega út, en annað ekki.

Undir áhrifum ástar og „eitís“-tónlistar

Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar.

Yfirnáttúrulegur kjánahrollur

Í The Mummy er frásögnin ekki bara þvæld heldur hefur leikstjórinn enga hugmynd um hvaða takmark hann hefur sett sér; hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamansöm hrollvekja, ævintýraleg ástarsaga eða löng stikla fyrir komandi stefnur og strauma í þessum Dark Universe myndabálki.

Undrakonan harða og söguklisjurnar

Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og "legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdí­óinu, sem getið hefur af sér heilar fimmtán bíómyndir án þess að hafa konu í lykilfókus.

Sjá næstu 50 fréttir