Fleiri fréttir

Töff skepnur og gervimenni í tilvistarkreppu

Með myndinni Alien: Covenant er reynt að brúa bilið á milli forverans, Prom­etheus, og fyrstu Alien-myndarinnar. Í henni er allt reynt til að láta hana fylgja formúlu upprunalegu myndarinnar en í senn halda áfram að stúdera sömu hugmyndir og Prometheus gerði. Alien: Covenant spilast á margan hátt út eins og tvær bíómyndir sem hefur verið klesst saman í eina; Prom­etheus framhaldið og Alien "endurgerðin“.

Sverð, seiðkarlar og konungleg vitleysa

Það er erfitt að halda tölu á því hversu margar myndir hafa verið gerðar um Artúr konung, riddara Camelots eða galdrana þar í kring, alvarlegar sem yfirdrifnar, en þar bætist núna Guy Ritchie í hópinn og matreiðir goðsagnirnar með sínum brögðum, bæði til hins betra og verra.

Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét.

Vitleysingar Vetrarbrautarinnar í góðum fíling

Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnu­nördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni og slettu af sál í létta og óvenjulega geim­óperu. Eðlilega er þá staðallinn fyrir framhaldsmyndina nokkuð hár.

Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast

Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar?

Stuð, steypa og testósterón í hágír

Svo framarlega sem þú biður ekki um annað en einfaldan og yfirdrifinn hasar ættirðu að vera í fínum málum. Sem betur fer ríkir mikil meðvitund fyrir kjánaskapnum.

Í hjúp þagnarinnar

Falleg og manneskjuleg bók um tungumálið og þögnina, ljós og myrkur, líf og dauða.

Á álfaeyrunum

Athyglisverð sviðslistarsamsuða sem skortir aga.

Þunn vofa í glæsilegum hjúp

Unnendur japanskra manga-myndasagna og "anime“ þekkja flestir til fyrirbærisins Ghost in the Shell, sem getið hefur af sér fjölmarga þætti, bækur og nokkrar bíómyndir. Upprunalega bíómyndin frá 1995 var ein dýrasta teiknimynd síns tíma og sópaði til sín lofi fyrir sínar margbrotnu hugmyndir og ekki síður þrælflottan teiknistíl.

Sjá næstu 50 fréttir