Fleiri fréttir

Dísa kemur fram í Gljúfrasteini

Söngkonan Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa, mun koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins næstkomandi sunnudag klukkan fjögur.

Þessir listamenn koma fram á Innipúkanum

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin 16. árið í röð um verslunarmannahelgina í ár. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum.

Þrjátíu tónleikar á þrjátíu og einum degi

Dauðyflin hefja tónleikaferðalag sitt um Bandaríkin í dag þar sem þau fylgja eftir nýjustu plötunni sinni. Þau keyra sirka sjö tíma á dag í heilan mánuð en eru ekki stressuð enda ákaflega vel undirbúin.

Atomstation snýr aftur eftir 9 ára hlé

Hljómsveitin Atomstation, áður þekkt sem Atómstöðin, snýr aftur eftir 9 ára hlé. Sveitin þurfti að leggja upp laupana eftir að trommari sveitarinnar greindist með MS sjúkdóminn. Sveitin tók upp nokkur lög í L.A. á dögunum.

Páll Óskar pantaður heim að dyrum

Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er.

Rifjar upp gamla takta á æskuslóðunum

Ásgeir Trausti ætlar að halda óvænta tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni þess að hann sendi frá sér nýja plötu í maí. Þar endurtekur hann leikinn frá því að hann gaf út Dýrð í dauðaþögn en þá fóru útgáfutónleikarnir fram á þessum sama stað.

Með rödd sem hæfir risa

Kristjana Stefánsdóttir fór heim með Grímuna fyrir tónlist ársins þegar verðlaunin voru veitt í júní. Hún er afar stolt af þessari viðurkenningu en Blái hnötturinn fékk flest verðlaun á Grímunni, eða fjögur.

Fótafimi beint frá Chicago

Tónlistarakademía Red Bull býður footwork-plötusnúðnum og pródúsernum DJ Earl til landsins á næstunni. Hann kemur beina leið frá Chicago til að kenna Íslendingum að gera footwork lög.

Nýtt nafn í útgáfubransanum

Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf.

Heldur upp á endurnýjunina

Baldvin Snær Hlynsson gaf í maí út plötuna Renewal, djassplötu þar sem hann semur öll lögin og spilar á píanó. Í kvöld heldur hann upp á útgáfuna með tónleikum í Norræna húsinu.

Tónlistarhátíðinni við Skógafoss aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum.

Föstudagsplaylistinn: Lord Pusswhip

"Þetta er playlisti með tónlist úr ýmsum áttum sem ég myndi persónulega dilla mér við á föstudagskvöldi, ef þið mynduð gera það líka fáið þið kúlstig!" segir Lord Pusswhip, en það er listamannsnafn Þórðs Inga Jónssonar, rappara og pródúsers sem er maðurinn bakvið föstudagsplaylistann að þessu sinni.

Föstudagsplaylisti Flona

Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, setti meðflylgjandi lagagista saman sem ætti að koma lesendum í föstudagsfílíng. "Þetta er léttur listi með þeim lögum sem hafa verið að hafa áhrif á mig undanfarið.“

Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls

Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar.

Leiðarvísir um Secret Solstice

Það úir allt og grúir af alls kyns nöfnum á Secret Solstice hátíðinni sem hefst í dag og það getur verið erfitt að ákveða hvað skal sjá. Lífið kemur því hér til bjargar og setur upp smá leiðarvísi.

Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine

Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær.

Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf

Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat.

Brot af Brooklyn í Laugardalnum

Rapparinn Young M.A. er um margt merkilegur karakter. Hún hefur bæði þurft að eiga við það að vera kona og samkynhneigð í karllægum og hörðum rappbransanum en tekur mótlætinu með mikilli ró. Hún ætlar að gefa okkur smá brot af Brooklyn á sunnudaginn.

Taylor Swift komin aftur á Spotify

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman.

Taka útgáfunni með stóískri ró

Hljómsveitin Moses Hightower sendir frá sér Fjallaloft, sína þriðju plötu í dag. Þeir Moses Hightower menn eru ekkert stressaðir yfir útgáfunni enda kannski ekki að undra frá mönnum sem hafa spilað um allan heim.

Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr.

Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Frikki Dór frumsýnir nýtt myndband

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson, betur þekktur sem Frikki Dór, frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísis og er það við lagið Hringd'í mig.

Ekki spennt fyrir miðnætursólinni

Söngkonan Chaka Khan hefur átt viðburðaríkan feril. Nú kemur hún loksins til Íslands þar sem hún mun spila á Secret Solstice hátíðinni. Chaka Khan leggur mikið upp úr því að sofa í myrkri og hún þekkir, og elskar, Björk – sem hún vissi ekki að væri íslensk.

Föstu­dagspla­ylistinn: Kött Grá Pje

Kött Grá Pje er með ýmislegt í gangi um þessar mundir en hann var að enda við að gefa út lag Dags rauða nefsins sem hann gerði með söngkonunni Karó og fleirum og í kvöld spilar hann ásamt Hatara á skemmtistaðnum Húrra.

Sjá næstu 50 fréttir