Fleiri fréttir

Uppfærsla Snapchat fær falleinkunn

Nýjasta uppfærsla Snapchat fær ekki háa einkunn frá notendum. Síðan fyrirtækið fór á markað í febrúar hafa eigendur verið ósáttir við daglega notendur og tekjuöflun – sem er langt fyrir neðan viðmið.

Mögulega síðasti maðurinn á jörðinni

Ívar Sverrisson leikstjóri undirbýr frumsýningu nýs leikverks í Nuuk á Grænlandi. Verkið nefnist Ukiumi Ulloriaq, eða Vetrarstjarna, og fjallar um mann í hrikalegum aðstæðum í náttúru Grænlands – mögulega þann síðasta á jörðinni.

Bjargvættur í töff bol

Axel Björnsson úr Pink Street Boys er mikill skyrtukall og klæðist oft töff bol, leðurjakka og svörtum gallabuxum.

Ákvað að hætta að fela sig

Elsa Ingibjargardóttir, upplýsingafræðingur, mamma og hrollvekjuaðdáandi, leyfði sér að kaupa einn kjól í Kjólum og konfekti og eftir það hefur hún aðeins keypt falleg föt sem henni líður vel í.

Hvað er áfallastreita?

Eftir að við lendum í áföllum þurfum við að huga vel að okkur. Það getur verið erfitt að bera þá byrði sem áfallinu fylgir og þá er gott að geta leitað til þeirra sem við treystum best. Sumir eiga erfitt með að segja sínum nánustu frá áfallinu og velja frekar að leita til fagaðila.

Mulletið að komast aftur í tísku

Mullet-klippingin virðist nú vera með endurkomu en sú klipping var geysivinsæl á áttunda og níunda áratugnum. Hárgreiðslukonan Jónína Ósk Jóhannsdóttir er hrifin af mulletinu og segir nýja útgáfu klippingarinnar vera að koma fram á sjónarsviðið.

Suðurfrönsk stemming á Barónsstíg

Hvernig stendur á því að frönsk hjón sem eiga blómlegan rekstur í heimalandinu og það á Frönsku rívíerunni taka sig upp og flytja til Íslands og opna þar kaffihús?

Pólsk börn fylla Fellaskóla um helgar

Fellaskóli er eini skólinn sem er vakandi klukkan tíu á laugardagsmorgni en um helgar er þar Pólski skólinn og mæta fjölmörg börn þangað um hverja helgi. Þau læra að viðhalda móðurmálinu.

Fjallagarpur sem býr til innlenda sjónvarpsþætti

Eva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Eva mun eyða afmælisdeginum í vinnu en ætlar að hitta vinkonur og fjölskyldu um kvöldið og eiga góða stund. Stefnir á að ganga á tíu hæstu tinda landsins og er þegar byrjuð.

Lærðu að keyra eins og Íslendingur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vor, tísti um slæma ökuhæfileika höfuðborgarbúa í gær. Því kemur hér sérstök ökukennsla í boði fulltrúa landsbyggðar og höfuðborgar hér í Lífinu.

Féll fyrir Birgittu Haukdal

„Ef íslenska þjóðin brosir á meðan hún horfir á atriðið okkar og hlustar á lagið, eigi hún tvímælalaust að kjósa okkur,“ segja Þórir og Gyða sem flytja lagið Brosa.

Heilbrigði lífsstílinn að gera góða hluti

Börkur Gunnarsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, fagnaði útgáfu bókarinnar Þau á Hressó í gær í góðra vina hópi. Á boðskortinu í útgáfuhófið tók Börkur fram að hann væri búinn að taka upp heilsusamlegan og metnaðarfullan lífsstíl, lausan við óþverra.

„Gargaði bara í símann og trúði þessu varla“

„Við komum með nýjan stíl í Söngvakeppnina. Við erum ekki þessi týpíski dúett, við syngjum allt lagið saman og lagið er kannski ekki eitthvað sem við Íslendingar heyrum nógu oft,“ segja Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier sem flytja lagið Ég og þú í Söngvakeppninni 2018.

Heimildarmynd í beinni

Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum fjallar um hinn ríka tónlistararf Reykjanesbæjar. Í kvöld verður fjallað um Rúnar Júlíusson, að sjálfsögðu í Hljómahöllinni.

Kíló af vængjum yfir Súperskál

Íslendingar eru farnir að elska Super Bowl og vaka margir hverjir fram eftir nóttu yfir leiknum með fleiri kíló af óhollustu til að japla á yfir leiknum. Hvernig skyldu eftirköstin vera? Lífið náði tali af aðdáanda.

Sjá næstu 50 fréttir