Fleiri fréttir

Skilyrði fyrir hlaupavinina að vera með góðan húmor

Parið Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, og Karl Sigurðsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vini sínum, leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem glímir við krabbamein.

Fyrsta platan komin út eftir fimm ára starfsemi

Hljómsveitin Milkhouse var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Bandið hefur verið starfandi í fimm ár þrátt fyrir frekar ungan aldur hljómsveitarmeðlima en þau eru öll fædd árið 1996.

Gaf líf sitt og sál í fótboltann

Elfa Björk Erlingsdóttir var í farsælu liði Stjörnunnar á sínum tíma, keppti fyrir Íslands hönd og fékk námsstyrk við háskóla í Bandaríkjunum út á fótboltann. Hún er á leið til Hollands að fylgjast með stelpunum okkar keppa á EM í Hollandi.

Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku.

Allir í strigaskóm og stuði

Það var mikið stuð á Sneakerballinu sem var haldið á laugardaginn í Gamla bíói. Frikki Dór, Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Sturla Atlas og fleiri tónlistarmenn tróðu upp fyrir pakkfullu húsi af fólki í strigaskóm en til að fá inngöngu á ballið þurfti að klæðast strigaskóm.

Konan í dalnum komin aftur

Saga Moniku á Merkigili, Konan í dalnum og dæturnar sjö, eftir Guðmund G. Hagalín, er komin út aftur, svo er Bjarna Harðarsyni, bóksala á Selfossi, fyrir að þakka.

Martin Landau fallinn frá

Ferill leikarans spannaði áratugi og hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 1994 fyrir leik sinn í myndinni Ed Wood sem Tim Burton leikstýrði. Þá hefur hann einnig hlotið fjölda tilnefninga fyrir frammistöðu sína á ferlinum.

Heimferð ekki á dagskránni

Guðrún Inga Sívertsen er fararstjóri íslenska liðsins á EM í Hollandi. Hún segir ótal hluti þurfa að ganga upp en finnur ekki fyrir stressi. Mikill hugur er í íslenska hópnum og á liðið ekki bókaða heimferð eftir riðilinn.

Ísland vinnur EM í Hollandi

Það stingur djúpt í hjartað að vera ekki með á EM, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem varð frá að hverfa vegna meiðsla á síðustu stundu.

Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar

Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.

Óvæntum vendingum lofað í nýju Stjörnustríði

Mark Hamill segir að hann hefði aldrei getað ímyndað sér það sem myndi gerast í sögunni sem handritshöfundar nýju Stjörnustríðsmyndarinnar hafa samið. Nýtt myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð myndarinnar hefur verið birt.

Skemmtilegast í Trektinni

Elísa Hilda er á leiðinni í nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar og Hanna Marín systir hennar er búin að prófa.

Spjallþáttadrottning minnist bróður síns

Chelsea Handler, grínisti, leikkona og þáttastjórnandi með meiru minnist elsta bróður síns þegar þrjátíu og þrjú ár eru liðin síðan hann lést. Chelsea opnaði sig fyrir fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tjáði sig um andlát bróður síns með hjartnæmum hætti.

Tólf óborganlegir hrekkir

Stelpurnar í Troom Troom halda úti skemmtilegri YouTube-síðu þar sem þær leika oft á alls oddi.

Peningalaust samfélag á Stöðvarfirði

Pólar festival er matar-, menningar- og tónlistarveisla á sunnanverðum Austfjörðum. Hátíðin er haldin í þriðja sinn og er nokkuð frábrugðin öðrum og hefðbundnari bæjarhátíðum. Þeir sem leggja leið sína austur á bóginn til Stöðvarfjarðar þurfa nefnilega ekki að hafa pening meðferðis. Bækistöðvar hátíðarhaldanna umbreytast í peningalaust samfélag meðan á hátíðinni stendur dagana 14. -16. júlí.

Fengu sjokk við þríburafréttirnar

Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa og Hólmar Freyr foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum.

Sjá næstu 50 fréttir