Fleiri fréttir

Askasleikir kom til byggða í nótt

Askasleikir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stal öskum fólks, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir.

Humarsúpa með asísku tvisti

Í hádeginu á jóladag bjóða Rúnar Már Jónatansson og eiginkona hans, María Níelsdóttir, öllum afkomendum sínum í dýrindis súpur og hnallþórur.

Pottaskefill kom til byggða í nótt

Pottasskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá.

Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti

Telma Matthíasdóttir, þjálfari og eigandi fitubrennsla.is, fór að hafa gaman af eldamennsku og bakstri þegar hún tók heilsu sína í gegn fyrir allmörgum árum. Hún er mikill sælkeri og útbýr alls kyns næringarríkt sætmeti án sykurs.

Piparkökuboð á aðventunni

Þórunn Sigþórsdóttir heldur árlega aðventuboð þar sem yngstu gestirnir fá piparkökuhús til að skreyta af hjartans lyst. Það á vel við núna fyrir jólin því hún leikstýrir ævintýraóperunni Hans og Grétu þar sem piparkökuhús kemur við sögu.

Þvörusleikir kom til byggða í nótt

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Vinnur bug á jólastressi og kvíða

Sigríður A. Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari, hefur náð góðum tökum á jólakvíða með dáleiðslu. Hún segir marga glíma við jólakvíða vegna erfiðra minninga úr æsku.

Jólakótilettur úr sveitinni

Hulda Rós Ragnarsdóttir ólst upp í sveit og vandist því að fá kótilettur í raspi í matinn á aðfangadagskvöld. Á jóladag var farið í messu og á eftir var heitt kakó og kökur á borðum.

Stúfur kom til byggða í nótt

Stúfur er þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst best að kroppa leifarnar af pönnunum, sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar.

Giljagaur kom til byggða í nótt

Giljagaur er annar jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hafði yndi af mjólkurfroðunni og hélt sig mest í fjósinu.

Endurnýtt á jólaborðið

Marga dreymir um að draga úr neysluhyggjunni um jólin. Ein leið er að kaupa notað jólaskraut og borðbúnað. Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl vinnur sem sjálfboðaliði á nytjamarkaði ABC barnahjálpar og lagði á borð með munum og skrauti úr versluninni til að gefa fólki hugmyndir.

Eins og gangandi diskókúla

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, stressar sig aldrei yfir því að kaupa sér nýjan jólakjól. Hún sækist eftir litríkum, glæstum og fágætum flíkum í verslunum sem selja notaðan fatnað og þar sem ágóðinn rennur til góðgerðarmála.

Dæturnar miðpunktur jólahaldsins

Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna.

Æðis­leg jóla­terta með rjóma­osta­kremi

Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild.

Bakað með konu jólasveinsins

Bakarinn og grunnskólakennarinn Sveindís Ólafsdóttir kennir ungmennum í Fellaskóla veislubakstur í aðdraganda jóla. Hún segir börnin stolt af því að geta boðið upp á eigið jólagóðgæti.

Súr­mjólkur­búðingur: Ó­vænt sæl­kera­tromp á jólum

Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn.

Jólatré úr gömlum herðatrjám

Sigurjón Már Svanbergsson hefur gaman af því að smíða og endurnýta. Hann fékk þá hugmynd að gera jólatré úr gömlum herðatrjám og varð útkoman betri en hann þorði að vona. Efniviðinn í tréð fékk hann ýmist gefins eða á nytjam

Vegan mest viðeigandi á jólum

Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd.

Jólamúffur Svandísar: Lærði að baka á Instagram

Svandís Nanna Pétursdóttir treysti sér ekki til að baka skírnartertu fyrir frumburð sinn í fyrra en gerir nú hverja listakökuna á fætur annarri. Hún hefur nær alfarið lært af myndböndum sem hún finnur á Instagram og þar fékk hún líka hugmynd að jólamúffum.

Skrúfum fyrir kranann 

Hildur Dagbjört Arnardóttir og fjölskylda hennar hafa fyrir sið að gefa aðeins þeim jólagjafir sem halda með þeim upp á jólin. Þetta er liður í því að fækka gjöfum og minnka þannig það neyslubrjálæði sem við Íslendingar virðumst föst í, sérstaklega um hátíðirnar.

Eins og jólasveinninn á sterum

Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt.

Toblerone-ís fyrir tólf

Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma.

Sjá næstu 50 fréttir