Fleiri fréttir

Kári Steinn með gott forskot í farteskinu fyrir jólafrí

Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári.

Hannes lék á als oddi og sækir hart að Kára

Sjöunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport (hermikappakstur), fór fram í vikunni, en keppt var í öllum þremur deildum dagana 1.-2. desember. Keppnisbraut vikunnar var hin ástralska Mount Panorama Motor Racing Circuit og keyrðu allar deildir á GT3 kappakstursbílum.

Dusty Stórmeistarar

Stálin stinn mættust í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar. Þar tókust á lið Dusty og Hafsins í hörkuspennandi viðureign. Eftir að Dusty hafði betur í Vertigo sem var þeirra kortaval var leiðinni haldið í Dust2, val Hafsins.

Í beinni : Úrslit Stórmeistaramótsins | Dusty gegn Hafinu

Úrslit Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar ráðast í viðureign kvöldsins. Þar mætast Dusty og Hafið en þessi lið hafa eldað grátt silfur undarfarin misseri. Dagskrá hefst kl 18:00 en viðureignin sjálf kl 20:00.

Úrslitin ráðast í stærstu rafíþróttakeppni landsins í dag

Úrslitin ráðast í dag er Dusty og HaFiÐ mætast í úrslitaleik Stórmeistaramótsins í Counter-Strike: Global Offensive. Upphitun fyrir leikinn byrjar klukkan 18:00 á opinni dagskrá á Stöð2 eSports, hér á Vísi og á twitch rás Rafíþróttasamtakana twitch.tv/rafithrottir.

„Þetta er El Clásico“

Það dregur til tíðinda á sunnudagskvöldið er úrslitaleikurinn í Vodafone-deildinni í CS:GO fer fram. Þar mætast Dusty og Hafið.

Hafið tók KR

Undanúrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í gærkvöldi. Það voru stórveldi KR og lið Hafsins sem tókust á um sæti í úrslitunum.

KR komnir í úrslit

Stórmeistaramót Vodafonedeildarinnar eru í fullu fjöri. Hófst dagurinn á viðureign stórveldisins KR gegn ellismellunum og reynsluboltunum í VALLEA. KR-ingar unnu sér sæti á mótinu með frábærri frammistöðunni í Vodafonedeildinni. En VALLEA komst inn í gegnum áskorendamótið.

Dusty komnir í úrslit

Deildarmeistarar Dusty og stórveldið Þór Akureyri tókust á í undanúrslitaleik stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar. Voru þetta hnífjafnir leikir þar sem sigur liðið þurfti að hafa fyrir hverri einustu lotu.

Þór sló Fylkir út

Stórmeistaramótið í CS:GO hélt áfram með frábærri viðureign Þórs og Fylkis. Liðin spiluðu bæði í úrvalsdeildinni og mættust þar tvisvar þar sem Fylkir bar sigur úr bítum í bæði skiptin. En í viðureign kvöldsins kom í ljós hvort liðið hefur verið duglegra að brýna hnífana.

Dusty losaði sig við Samviskuna

Stórmeistaramótið var opnað með viðureign Dusty og Samviskunnar. Liðin tókust á í kortunum Nuke og Train. Eru sigurvegararnir komnir í undanúrslit.

Bein útsending frá GTS Iceland: Tier 1

GTS Iceland er fyrsta og eina íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport og var jafnframt fyrsta skipulagða hermikappakstursmótaröðin á Íslandi þegar hún fór af stað í upphafi árs 2018.

Sjá næstu 50 fréttir