Fleiri fréttir

Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum

LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð.

Spilar á móti pabba sínum næsta vetur

Jón Arnór Sverrisson ætlar að spila með Njarðvík í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili og er því kominn aftur til síns æskufélags.

Golden State náðu í oddaleik

Meistararnir í Golden State Warriors knúðu fram oddaleik þegar liðið sigraði Houston Rockets með 29 stiga mun.

Borche verður áfram í Breiðholtinu

Borche Ilievski mun halda áfram að þjálfa ÍR á komandi tímabili í Domino's deild karla. Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR staðfesti þetta við Karfan.is fyrr í dag.

Arnór gengur til liðs við Blika

Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili. Liðið hefur safnað að sér leikmönnum á síðustu dögum og í dag samdi Arnór Hermannsson við félagið.

Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna

Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags.

Hilmar til liðs við Blika

Hilmar Pétursson mun spila með Breiðabliki á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu Haukum.

Celtics tók forystuna á ný

Boston Celtics endurheimti forystuna í úrslitum austurdeildarinnar í nótt með 96-83 sigri á Cleveland á heimavelli.

Brynjar Þór: Allt opið hjá mér

Hávær orðrómur hefur verið uppi um að fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, ætli sér að söðla um í sumar og ganga í raðir Tindastóls.

Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans hjá Cholet hafa lent í skakkaföllum í vetur sem urðu til þess að liðið var nálægt falli. Haukur Helgi gæti vel hugsað sér að vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Houston jafnaði metin í spennutrylli

Houston Rockets jafnaði einvígið við Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar í nótt þegar liðin mættust í fjórða sinn á heimavelli Golden State í Oakland.

Cleveland jafnaði með stórleik LeBron

LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið jafnaði úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Cavaliers vann leikinn 111-102 og er staðan í einvíginu jöfn 2-2.

LeBron, Harden og Davis bestir í NBA-deildinni

Nú er búið að gefa út hvaða leikmenn koma til greina í kjörinu á leikmönnum ársins í NBA-deildinni. LeBron James, James Harden og Anthony Davis eru tilnefndir sem leikmaður ársins.

Finnur Atli ráðinn styrktarþjálfari í Ungverjalandi

Finnur Atli Magnússon verður ekki með deildarmeisturum Hauka á næsta tímabili í Domino's deild karla. Hann er á leið út til Ungverjalands þar sem hann verður styrktarþjálfari ungverska liðsins Cegled.

Rockets jafnaði metin gegn Warriors

Houston Rockets ætlar ekkert að láta meistara Golden State Warriors valta yfir sig í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Helena til Ungverjalands

Helena Sverrisdóttir mun ekki leika með Íslandsmeisturum Hauka á næstu leiktíð en hún hefur samið við lið í Ungverjalandi.

Durant og Harden fóru í skotkeppni

Golden State Warriors er komið 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Houston Rockets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir 119-106 stiga sigur í nótt.

Martin boðinn stór samningur í sumar │ „Draumurinn að spila í NBA“

Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið.

Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik

Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð.

Snorri snýr heim í Breiðablik

Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili og er liðið byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök. Félagið hefur fengið Snorra Hrafnkelsson aftur heim í Kópavoginn.

Þjálfari ársins fékk sparkið

Þjálfarastarfið getur verið hverfult og það fékk þjálfari ársins í NBA-deildinni, Dwayne Casey, að reyna í dag.

Danero Thomas í Tindastól

Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.

Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson lauk háskólanámi í Bandaríkjunum um helgina. Hann kveðst feginn að hafa skipt um skóla eftir fyrsta árið.

Durant með 38 stig er meistararnir komust í 3-1

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar í NBA-deildinni, eru komnir í 3-1 gegn New Orleans Pelicans í úrslitakeppninni þar í landi eftir stórsigur í fjórða leik liðanna í kvöld, 118-92.

Sjá næstu 50 fréttir