Fleiri fréttir

Elvar: Gaman að taka þátt í þessu verkefni

Elvar Örn Jónsson var valinn besti leikmaður tímabilsins í Olís deild karla á dögunum og hann er í 30 manna landsliðshóp sem býr sig undir umspilsleiki við Litháen um sæti á HM 2019.

Aron missti af bronsinu í lokaleiknum

Aron Kristjánsson kvaddi Álaborg með tapi en liðið beið í lægri hlut gegn GOG í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigur hjá lærisveinum Alfreðs

Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs gegn Stuttgart í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Heima er best á Heimaey

Hákon Daði Styrmisson gekk aftur í raðir ÍBV í gærkvöldi en hann saknaði fjölskyldunnar og vildi komast aftur heim.

Hákon Daði snýr heim til Eyja

Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur.

Ester: Svekkjandi að klára þetta ekki

Ester Óskarsdóttir lék mjög vel í vörn Íslands í tapinu gegn Tékkum í Laugardalshöll í kvöld en var þrátt fyrir allt brosmild en þreytt í leikslok.

Axel: Skil ekki dómgæsluna í þessum leik

Landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson var að sjálfsögðu svekktur eftir 24-26 tap Íslands gegn Tékklandi í Laugardalshöll. Axel tók undir orð blaðamanns að slæm byrjun hefði sett liðið í erfiða stöðu líklega grafið of djúpa holu.

Karen: Vörn sem fá landslið spila

„Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið.

Guðmundur Hólmar til Austurríkis

Guðmundur Hólmar Helgason hefur ákveðið að ganga í raðir West Wien í Austurríki en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Hann kemur til liðsins frá Cesson Rennes í Frakklandi.

Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik

Ísland lýkur leik í undankeppni EM 2018 kvenna í handbolta í vikunni. Liðið mætir Tékklandi í kvöld og Danmörku á laugardaginn. Landsliðsþjálfarinn er ánægður með framfarirnar í varnarleik Íslands. Hann leggur áherslu á að stöðv

FH samdi við Birgi Má

Birgir Már Birgisson hefur gengið til liðs við FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla. Félagði tilkynnti um komu Birgis í kvöld.

Tandri Már meistari í Danmörku

Tandri Már Konráðsson er danskur meistari í handbolta eftir sigur Skjern á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleik um titilinn í kvöld. Leikurinn fór 27-26 fyrir Skjern.

Hákon Daði hættur hjá Haukum

Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum.

Hüttenberg í botnsætið

Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark þegar lið hans Hüttenberg tapaði fyrir Gummersbach, en fimm leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Franskur úrslitaleikur í Köln

Það verður franskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í handbolta þetta árið en Monpellier lagði Vardar að velli, 28-27, í síðari undanúrslitaleiknum í Köln í dag.

Þrefalt hjá Ester og Selfossi á lokahófi HSÍ

Lokahóf HSÍ fór fram í kvöld þar sem voru valdir bestu leikmennirnir, mikilvægustu og þeir efnilegustu í Olís-deild karla og kvenna og einnig Grill-66 deildum karla og kvenna. Einnig voru valdir bestu þjálfararnir á nýafsöðnu tímabili.

Ungar skyttur á leið í Breiðholtið

Skytturnar Pétur Árni Hauksson og Ásmundur Atlason eru á leið í Breiðholtið og hafa náð samkomulagi við ÍR um að spila með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla.

Donni og Kolbeinn Aron í ÍBV

Kristján Örn Kristjánsson og Kolbeinn Aron Arnarsson eru gengnir í raðir þrefaldra meistara ÍBV en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu ÍBV í kvöld.

Ísak til Austurríkis

Ísak Rafnsson hefur skrifað undir samning við austurríska félagið Scwaz Handball Tirol en þetta herma heimildir Vísis.

Ásgeir snýr aftur í Mosfellsbæ

Afturelding hefur fengið Ásgeir Jónsson til starfa sem aðstoðarþjálfara meistarflokks karla í handbolta. Þá hefur hinn ungi Tumi Steinn Rúnarsson gengið til liðs við félagið.

Fannar og Donni til Eyja

Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla.

Ís­lands­meistara­syrpa ÍBV - Gæsa­húðar­mynd­band

ÍBV vann átta marka sigur á FH í Kaplakrika dag sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu. ÍBV er því þrefaldur meistari en áður hafði liðið orðið bæði deildar- og bikarmeistari.

Arnar: Við förum í taugarnar á öðrum liðum

Arnar Pétursson kveður ÍBV með þrennunni, Íslands-, bikar- og deildarmeistarar eftir tímabil þar sem gekk á ýmsu. Hann fær smá afslöppun áður en hann fer beint í fiskinn.

Sjá næstu 50 fréttir