Fleiri fréttir

Svona verður úrslitakeppnin

Síðasta umferðin í deildarkeppni Olís-deildar karla fór fram í kvöld og það er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum sem hefjast 13. apríl.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fjölnir 30-35 | Fjölnismenn kvöddu með sigri

Það fór fram fremur skrýtinn leikur í Hertz-höllinni í kvöld þegar Fjölnir lagði heimamenn í Gróttu með 35 mörkum gegn 30. Það sást greinilega í kvöld á leik liðanna að hvorugt liðið hafði að einhverju að keppa en Grótta tryggði sæti sitt í síðustu umferð á kostnað Fjölnis sem kemur til með að leika í Grill 66 deildinni næsta vetur.

Tandri og félagar berjast við toppinn

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern eru á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir fjögurra marka sigur, 26-22, á TM Tønder.

Þórey Rósa: Slóvenar eru lið sem hentar okkur ágætlega

Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýn á möguleika liðsins gegn Slóveníu, en liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM í Frakklandi í Laugardalshöll í kvöld.

Ólafur borinn af velli og fluttur á sjúkrahús

Ólafur Gústafsson, leikmaður KIF Kolding Kaupmanahöfn, meiddist illa í leik liðsins gegn Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Óttast er að Ólafur sé illa meiddur.

Vildum njóta þess að spila á ný

Eftir að hafa misst af úrslitakeppninni í fyrra urðu Valskonur deildarmeistarar um helgina eftir fimm ára bið. Litlar væntingar voru gerðar til Valsliðsins sem reyndi að einblína á að njóta handboltans á nýjan leik.

Eyjamenn staðfestu komu Erlings

Erlingur Richardsson tekur við sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta af Arnari Péturssyni eftir tímabilið. Þetta tilkynntu Eyjamenn í hálfleik í leik liðsins gegn Stjörnunni en hann tekur við ríkjandi bikarmeisturum.

Föst karfa veldur seinkun í Valsheimilinu

Leik Val og Aftureldingar í Olís deild karla sem átti að hefjast klukkan 19:30 í kvöld hefur verið seinkað vegna þess að karfa hangir föst inni á vellinum.

Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar

Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið.

Sjá næstu 50 fréttir